Vertu memm

Freisting

Magnús Scheving undirbýr að opna veitingahúsakeðju undir merkjum Latabæjar

Birting:

þann

Tarantino elskar Latabæ! Þetta er fyrirsögnin á löngu viðtali, sem birtist við Magnús Scheving í breska götusölublaðinu News of the World um helgina. Blaðið sérhæfir sig í æsifréttum en viðtalið við Magnús er ekki af því taginu. Þar kemur m.a. fram að Magnús er að undirbúa að opna veitingahúsakeðju undir merkjum Latabæjar þar sem fjölskyldur geta snætt hollan mat.

Magnús er spurður í viðtalinu hvort það sé rétt, að bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino sé aðdáandi Latabæjar og hafi heimsótt upptökuverið þar sem þættirnir eru teknir upp. Magnús segir, að Tarantino elski kung-fu kvikmyndir og hafi orðið óður og uppvægur þegar hann frétti, að verið væri að framleiða barnaþætti þar sem notaðar væru æfingar ættaðar úr þeirri sjálfsvarnarlist.  „Það var frábært að hitta hann,“ segir Magnús. „Quenten, þú ert með símanúmerið mitt.“

Verið er að setja upp leiksýningu byggða á Latabæ, í Edinborg.

Viðtalið við Magnús Scheving

Af vef Mbl.is | /Smári

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið