Starfsmannavelta
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum lokað – Staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum, að því er fram kemur á ruv.is.
Deplar Farm er í eigu bandaríska fyrirtækisins Eleven Experience. Hótelið er á jörðinni Deplum í Fljótum og var opnað vorið 2016. Húsið er um 2500 fermetrar, með 12 svítum og gistingu fyrir tæplega 30 manns.
Vonar að lokunin sé tímabundin
Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, segist vona að lokunin sé aðeins tímabundin. Staðan verði endurmetin eftir áramót. Sextíu og eitt stöðugildi hafi verið á hótelinu að meðaltali á ársgrundvelli en mikil fækkun hafi orðið eftir tvær hinur uppsagna á þessu ári. Sú fyrri var í upphafi faraldursins í vor og hin um síðustu mánaðamót. Aðeins verði 13 starfsmenn eftir á Deplum til að halda við húsakosti, tækjabúnaði og slíku.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef ruv.is hér.
Mynd: elevenexperience.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni11 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir