Starfsmannavelta
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum lokað – Staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum, að því er fram kemur á ruv.is.
Deplar Farm er í eigu bandaríska fyrirtækisins Eleven Experience. Hótelið er á jörðinni Deplum í Fljótum og var opnað vorið 2016. Húsið er um 2500 fermetrar, með 12 svítum og gistingu fyrir tæplega 30 manns.
Vonar að lokunin sé tímabundin
Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, segist vona að lokunin sé aðeins tímabundin. Staðan verði endurmetin eftir áramót. Sextíu og eitt stöðugildi hafi verið á hótelinu að meðaltali á ársgrundvelli en mikil fækkun hafi orðið eftir tvær hinur uppsagna á þessu ári. Sú fyrri var í upphafi faraldursins í vor og hin um síðustu mánaðamót. Aðeins verði 13 starfsmenn eftir á Deplum til að halda við húsakosti, tækjabúnaði og slíku.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef ruv.is hér.
Mynd: elevenexperience.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






