Starfsmannavelta
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum lokað – Staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum, að því er fram kemur á ruv.is.
Deplar Farm er í eigu bandaríska fyrirtækisins Eleven Experience. Hótelið er á jörðinni Deplum í Fljótum og var opnað vorið 2016. Húsið er um 2500 fermetrar, með 12 svítum og gistingu fyrir tæplega 30 manns.
Vonar að lokunin sé tímabundin
Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, segist vona að lokunin sé aðeins tímabundin. Staðan verði endurmetin eftir áramót. Sextíu og eitt stöðugildi hafi verið á hótelinu að meðaltali á ársgrundvelli en mikil fækkun hafi orðið eftir tvær hinur uppsagna á þessu ári. Sú fyrri var í upphafi faraldursins í vor og hin um síðustu mánaðamót. Aðeins verði 13 starfsmenn eftir á Deplum til að halda við húsakosti, tækjabúnaði og slíku.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef ruv.is hér.
Mynd: elevenexperience.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?