Freisting
Luwak kattarkaffið
|
Já, ekki er öll vitleysan eins, en núna bjóða kaffihúsin hjá Te og Kaffi upp á svokallað Luwak kattar kaffi og rennur allur ágóði til styrktar langveikra barna og er þetta frábært framtak hjá Te og kaffi.
En hvað er Luwak kattar kaffi?
Í fréttatilkynningu frá Te og kaffi er lýsing á hinni eftirsóttu kaffitegund:
-
Þetta eftirsótta kaffi kemur frá Indónesíu og á þefkattartegundin Luwak stærstan þátt í sérstöðu þess. Fyrsta vinnslustigið felst nefnilega í því að Luwak kettirnir finna þroskuð kaffiber af trjánum og borða með bestu lyst. Kaffibaunirnar sjálfar, sem eru innan í berjunum, skila sér í gegnum meltingarveg Luwak kattarins í heilu lagi og er safnað saman af indónesísku búaliði. Baunirnar fara því næst í gegnum öflugt hreinsikerfi undir ströngu eftirliti og eru að lokum ristaðar við háan hita, svo mælingar sýna að Luwak kaffi er hreinna og ómengaðra en sú vara sem fæst með „hefðbundnari“ framleiðsluaðferðum.
Við meltingu dýrsins komast baunirnar í snertingu við margs konar ensím sem brjóta niður þau prótein sem valda beiskjunni sem menn þekkja í hefðbundnari kaffitegundum. Einnig skiptir máli að Luwak kötturinn velur sér eingöngu girnilegustu ber kaffirunnans, en þau eru á hárréttu þroskastigi.
Kötturinn er því nákvæmari í tínslunni en venjulegur kaffibóndi, uppskeran af Luwak kaffi er aðeins um 200 kg á ári.Bragðgæði Luwak kaffis eru engu lík, þétt og góð fylling, kröftugt en mjúkt bragð. Miðað við vinnsluaðferð, lítið framboð og gæði kemur ekki á óvart að hér sé á ferðinni dýrasta kaffitegund heims og kostar kílóið allt að 1200 dollurum, eða um 80.000 kr.
Freisting.is mælir með ef þú lesandi góður átt leið framhjá Te og kaffi kaffihúsum: í verslun Saltfélagsins við Grandagarð, í verslun Eymundsson í Austurstræti, í kaffihúsinu Smáralind, í Griffli Skeifunni og hjá SÁÁ í Efstaleiti, að smella þér á einn Luwak kattarkaffi. Ef þú treystir þér ekki að drekka kaffið, þá er um að gera kaupa einn kaffibolla og styrkja gott málefni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala