Smári Valtýr Sæbjörnsson
Lögreglan lokaði hóteli í miðborg Reykjavíkur
Á mánudaginn síðasta lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóteli í miðborg Reykjavíkur vegna skorts á rekstrarleyfi. Hafði rekstraraðili hótelsins fengið ítrekaða fresti til að ganga frá þeim atriðum sem ullu því að ekki fékkst viðeigandi leyfi, en þegar ljóst var að mál yrðu ekki komin í samt lag innan loka frests, var tekin ákvörðun um að loka hótelinu.
Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu segir að þegar til lokunar kom hafði gestum verið komið annað þannig að enginn þeirra neyddist til að fá gistingu á lögreglustöðinni.
Lögreglan ítrekar að rekstraraðilar séu með leyfismál í lagi, allra vegna, enda vill enginn lenda í því mikla raski sem veldur því að lögreglan þurfi að loka með þessum hætti.
Lögreglan mun halda áfram eftirliti með gististöðum enda ekki vanþörf á.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






