Smári Valtýr Sæbjörnsson
Lögreglan lokaði hóteli í miðborg Reykjavíkur
Á mánudaginn síðasta lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóteli í miðborg Reykjavíkur vegna skorts á rekstrarleyfi. Hafði rekstraraðili hótelsins fengið ítrekaða fresti til að ganga frá þeim atriðum sem ullu því að ekki fékkst viðeigandi leyfi, en þegar ljóst var að mál yrðu ekki komin í samt lag innan loka frests, var tekin ákvörðun um að loka hótelinu.
Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu segir að þegar til lokunar kom hafði gestum verið komið annað þannig að enginn þeirra neyddist til að fá gistingu á lögreglustöðinni.
Lögreglan ítrekar að rekstraraðilar séu með leyfismál í lagi, allra vegna, enda vill enginn lenda í því mikla raski sem veldur því að lögreglan þurfi að loka með þessum hætti.
Lögreglan mun halda áfram eftirliti með gististöðum enda ekki vanþörf á.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila