Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Litli bróðir Elon Musk opnar nýjan veitingastað
Kimbal Musk, litli bróðir auðkýfingsins Elon Musk, áformar að opna nýjan Amerískan bistro stað í miðbæ Austin í Texas í nýju Sixth and Guadalupe byggingunni ( sjá nánar um bygginguna hér), en byggingin verður fullkláruð síðar á árinu.
Veitingastaðurinn heitir „The Kitchen“ og er fjórði veitingastaðurinn undir sama nafni sem að Kimbal opnar.
Veitingastaðirnir The Kitchen eru staðsettir í borginni Boulder, Chicago og Denver í Bandaríkjunum.
Áætlað er að nýi staðurinn opni um haustið 2024 og mun bjóða upp á hádegismat, kvöldmat og brunch um helgar, sjá matseðil hér.
Á veitingastaðnum verður bar, borðstofa, einkaherbergi, kokkteilsstofa og glæsilegur matsalur sem tekur um 250 manns í sæti, en veitingastaðurinn verður hannaður í samstarfi við arkitektinn Michael Hsu frá Austin.
Myndir: thekitchenbistros.com

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu