Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Litli bróðir Elon Musk opnar nýjan veitingastað
Kimbal Musk, litli bróðir auðkýfingsins Elon Musk, áformar að opna nýjan Amerískan bistro stað í miðbæ Austin í Texas í nýju Sixth and Guadalupe byggingunni ( sjá nánar um bygginguna hér), en byggingin verður fullkláruð síðar á árinu.
Veitingastaðurinn heitir „The Kitchen“ og er fjórði veitingastaðurinn undir sama nafni sem að Kimbal opnar.
Veitingastaðirnir The Kitchen eru staðsettir í borginni Boulder, Chicago og Denver í Bandaríkjunum.
Áætlað er að nýi staðurinn opni um haustið 2024 og mun bjóða upp á hádegismat, kvöldmat og brunch um helgar, sjá matseðil hér.
Á veitingastaðnum verður bar, borðstofa, einkaherbergi, kokkteilsstofa og glæsilegur matsalur sem tekur um 250 manns í sæti, en veitingastaðurinn verður hannaður í samstarfi við arkitektinn Michael Hsu frá Austin.
Myndir: thekitchenbistros.com
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu