Frétt
Listería í kofareyktum regnbogasilungi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kofareyktum regnbogasilungi frá fyrirtækinu Hnýfill ehf. Grunur er um mengun vegna Listeria monocytogenis í vörunni og í varúðarskyni hefur hún verið stöðvuð í sölu og innköllun af markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kofareyktur regnbogasilungur
- Framleiðandi: Hnýfill ehf., Óseyri 22, 600 Akureyri
- Framleiðsludagur: 11.04.2022
- Lotunúmer: 23116295
- Strikamerki: 23116295
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Olís verslun í Varmahlíð, Kjörbúðin á Siglufirði, Dalvík og Blönduósi, Krambúðin Byggðavegi og Búðardal, Kaupfélag V- Húnvetninga, Nettó á Glerártorgi, Hrísalundi, Selfossi og Ísafirði.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til viðkomandi verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






