Frétt
Listería í kofareyktum regnbogasilungi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kofareyktum regnbogasilungi frá fyrirtækinu Hnýfill ehf. Grunur er um mengun vegna Listeria monocytogenis í vörunni og í varúðarskyni hefur hún verið stöðvuð í sölu og innköllun af markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kofareyktur regnbogasilungur
- Framleiðandi: Hnýfill ehf., Óseyri 22, 600 Akureyri
- Framleiðsludagur: 11.04.2022
- Lotunúmer: 23116295
- Strikamerki: 23116295
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Olís verslun í Varmahlíð, Kjörbúðin á Siglufirði, Dalvík og Blönduósi, Krambúðin Byggðavegi og Búðardal, Kaupfélag V- Húnvetninga, Nettó á Glerártorgi, Hrísalundi, Selfossi og Ísafirði.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til viðkomandi verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman