Frétt
Listería í kofareyktum regnbogasilungi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kofareyktum regnbogasilungi frá fyrirtækinu Hnýfill ehf. Grunur er um mengun vegna Listeria monocytogenis í vörunni og í varúðarskyni hefur hún verið stöðvuð í sölu og innköllun af markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kofareyktur regnbogasilungur
- Framleiðandi: Hnýfill ehf., Óseyri 22, 600 Akureyri
- Framleiðsludagur: 11.04.2022
- Lotunúmer: 23116295
- Strikamerki: 23116295
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Olís verslun í Varmahlíð, Kjörbúðin á Siglufirði, Dalvík og Blönduósi, Krambúðin Byggðavegi og Búðardal, Kaupfélag V- Húnvetninga, Nettó á Glerártorgi, Hrísalundi, Selfossi og Ísafirði.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til viðkomandi verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!