Frétt
Listería í graflaxi frá Ópal Sjávarfangi
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á graflaxi frá Ópal Sjávarfangi vegna greiningar listeríu (Listeria monocytogenes) í laxinum. Fyrirtækið hefur innkallað graflaxinn af markaði í samráði við Matvælastofnun. Um er að ræða tvær vörutegundir af graflaxi.
Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Innköllunin á við allar lotur af Graflaxi frá Ópal Sjávarfangi (bitar, hálf flök, heil flök og sneiðar) sem eru á markaði með síðasta notkunardag í janúar eða febrúar.
- Vöruheiti: Ópal graflaxbiti og flök, Ópal grafnar laxasneiðar
- Framleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf, Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður
- Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Strikamerki: 23 273 28 00000 V, 5 694230 101689
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin, verslanir Iceland og verslunin Kvosin
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu. Þeir sem eiga graflax frá því í desember eða janúar í frysti hjá sér, eru einnig beiðnir um að hafa samband og skila honum gegn endurgreiðslu.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum