Freisting
Lífið er stutt, nýttu það vel !
Það er greinilegt að margir hverjir eru vel með á nótunum um hver formaður Ung-Freistingar er, en í síðustu skoðanarkönnun var spurt „Hver af eftirtöldum er formaður Ung-Freistingu?“ og voru listaðir upp 10 meðlimir í Ung-Freistingu. Þeir sem ekki vita þá er það Jónas Oddur Björnsson sem er formaður Ung-Freistingu og er hann að læra fræðin sín á Vox Restaurant.
Fréttamaður hafði samband Jónas og forvitnaðist um hvað fær menn til að læra kokkinn:
„Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á matreiðslu eða raun og veru matreiðslugeirans í heild sinni“. Aðspurður um hvað er skemmtilegast væri að elda, og því var fljótsvarað: Mér er sama hvaða hráefni ég elda, svo framanlega sem það er ferskt og fyrsta flokks. Jónas ætti þá ekki að vera í vandræðum að finna sér eitthvað gott að elda á Vox, þar sem eldamennskan er fyrsta flokks og að sjálfsögðu hráefnið líka.
Og að lokum mottó?
„Lífið er stutt, nýttu það vel!“ Og þar með var Jónas rokin inn í eldhús, enda heyrðist „Bomma“!
Freisting.is óskar Jónasi velfarnar í náminu og vert er að fylgjast vel með honum í framtíðinni, þar sem metnaðurinn er mikill hjá upprennandi matreiðslumanni, en Jónas klárar námið 15 desember 2006.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð