Vín, drykkir og keppni
Líf og fjör í afmælisviku Jungle og Bingo
Jungle fagnar 4 árum og Bingo sínu fyrsta ári og að því tilefni ætla eigendur að bjóða upp skemmtilega afmælisdagskrá dagana 13. – 17. nóvember.
Á þriðjudag og miðvikudag verða gestabarþjónar frá Danmörku og Svíðþjóð.
Á þriðjudaginn 14. nóvember mun Mathias Broksø með fyrirlestur um mat og sóun í drykkjum eða „Food & waste in drinks“ og um kvöldið mun hann stíga á bak við barinn og bjóða uppá 5 kokteila í samstarfi með Discarded vörulínunni útrá þessari stefnu sem hann ræðir á fyrirlestrinum.
Klárlega fyrirlestur fyrir alla barþjóna, bæði nýja sem og þessa þaulvönu.
Á miðvikudaginn 15. nóvember verður gestabarþjónninn Emili Valdivieso frá Gautaborg. Emili sér t.a.m. um hönnun á drykkjum, seðlum og öllum viðburðum innan fyrirtækisins, en þeir reka stórt og mikið batterí af geggjuðum börum í Gautaborg. Chicca Belloni, Barabicu, Tranquilo, Benny’s og svo verðlaunabarina Zamenhof og Stranger.
Emilio mun bjóða uppá 4 drykkja seðil í samstarfi með Reykjavík Distillery. Hér er smá sneak peek á seðilinn sem Emili verður með:
Gerjaðar plómur
Brenndur mascarpone
Tómatar og ólífuolía
Blár Negroni
Fyrir nánari upplýsingar fyrir hvern viðburð, er hægt að nálgast á Instagram: Jungle og Bingo.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.