Veitingarýni
Líbanskir dagar á Fjalakettinum | „Þetta var skemmtileg upplifun og metnaður út í gegn…“
Það var með vissri tilhlökkun sem ég fór niður á Fjalaköttinn sem er annar af tveimur veitingastöðum Hótel Reykjavik Centrum í Aðalstræti 16 til að upplifa hvað Líbanskt eldhús hefði upp á að bjóða.
Mín kynni af líbanska eldhúsinu voru í gegnum shish kebab stöðum í London og Kaupmannahöfn og smökkun á brauði þeirra í Líbanon og er það í mínum huga það albesta brauð sem ég smakkað.
Á móti mér tók veitingastjóri staðarins hann Carlos og slaknaði á mér vitandi að hann væri enn á staðnum.
Hann vísaði mér í sæti og bauð mér að skoða seðilinn og tók drykkjarpöntun og var fyrir valinu Egils Kristall vel kældur, svo kom bauqette brauð á borðið með smjöri en ég lét það vera þar sem ég hafði fengið að vita að með forréttunum kæmi líbanskt brauð.
Svo komu forréttirnir og voru eftirfarandi:

Kalt Meze – Kaldir forréttir;
Hummus B’tahini Kjúklingabaunir, sesame smjör, sítrónusafi og hvítlaukur Tabbouleh Steinselja, tómatar, laukur, mynta, hveiti, sítrónusafi og ólífuolía.
Laban Bi-Khyar Gúrka í jógúrtdressingu Baba ghanoush.
Eggaldinmús og sesame ídýfa með hvítlauk og sítrónu.
Heitt Meze – Heitir forréttir
Sambousek Bil- Lahme Smjördeig fyllt með niðurskornu lambakjöti, lauk og furuhnetum Fatayer Sabanekh, smjördeig fyllt með spínati, lauk, furuhnetum og sítrónusafa.
Á Myndinni frá vinstri og klukkuhringunn er, Hummus, Tabbouleh, gúrkur í jógúrtsósu, Eggaldinmus, Sambousek eru þríhyrningarnir og Fatayer eru hálfmánarnir og í miðjunni er hið umtalaða brauð.
Þetta smakkaðist alveg prýðilega, óvenjumilt bragð og brauðið alveg ómissandi.
Þetta var Karfi, flott eldaður, féll alveg í flögur, þarna var kryddið farið að banka á, grjónin góð og klettasalatið kom með skemmtilega fyllingu.

Kjöt
Shish Taouq Beinlaus kjúklingur maríneraður í hvítlauk, sítrónusafa og ólífuolíu
Daoud Basha (líbanskar kjötbollur) Lamba og mjölbollur eldaðar í tómatsósu
Shish Kebab Marínerað ofnsteikt lamb og grænmeti, borið fram með fetasalati.
Til vinstri á diskinum er kjúklingalærið, hakkbollurnar í miðjunni og kebab lengst til hægri.
Kjúklingurinn var svaka djúsí og þessi blanda ólífuolía, sítóna og hvítlaukur gefa skemmtilegt frískt bragð.
Bollurnar voru góðar og sósan sterk en ekki of.
Lambið var mjög bragðgott og fetasalatið passaði vel við en maukið á brauðinu var helst of mikið.
Skemmtilegt bragð, sætan dómineraði ekki en hann hefði ekki mátt vera stærri
Þetta var skemmtileg upplifun og alltaf gaman að læra meira um mat og sjá annars skonar útfærslur, og mín tilfinning er sú að þeir á Fjalakettinum séu að gera góða hluti og það er metnaður út í gegn, sem er einn af grunnþáttunum til að gera vel.
Eldhúsinu er stjórnað af frakkanum Emmanuel Bodinaud.
Takk fyrir mig, ég fór sáttur út.
Líbönsku dagarnir standa yfir 20. til 30. mars, en hægt er að lesa nánari upplýsingar hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta