Frétt
Léleg uppskera á kakóbaunum – Viðbúið að súkkulaði verði dýrara – Markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut lækkað
Kakóbaunir verða sífellt dýrari og sú þróun endurspeglast í hækkandi verði á súkkulaði í íslenskum verslunum.
Þriðja árið í röð hefur uppskera á kakóbaunum verið léleg og það ríkir því skortur á kakói víða. Verð á baununum nálgast því hæstu hæðir og er nærri tvöfalt hærra í dag en það var að jafnaði á árunum 2019 til 2023 að því segir í frétt Svenska dagbladet, sem að ff7.is vekur athygli á.
Þar segir jafnframt að UBS bankinn hefur lækkað mat sitt á markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut þar sem viðbúið sé að eftirspurn súkkulaði muni dragast saman.
Á síðasta ári hækkaði verð á súkkulaði hér á landi um 14,3 prósent samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar en á sama tíma fór matvælaverð upp um 8,3 prósent, segir að lokum á ff7.is.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast