Frétt
Léleg uppskera á kakóbaunum – Viðbúið að súkkulaði verði dýrara – Markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut lækkað
Kakóbaunir verða sífellt dýrari og sú þróun endurspeglast í hækkandi verði á súkkulaði í íslenskum verslunum.
Þriðja árið í röð hefur uppskera á kakóbaunum verið léleg og það ríkir því skortur á kakói víða. Verð á baununum nálgast því hæstu hæðir og er nærri tvöfalt hærra í dag en það var að jafnaði á árunum 2019 til 2023 að því segir í frétt Svenska dagbladet, sem að ff7.is vekur athygli á.
Þar segir jafnframt að UBS bankinn hefur lækkað mat sitt á markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut þar sem viðbúið sé að eftirspurn súkkulaði muni dragast saman.
Á síðasta ári hækkaði verð á súkkulaði hér á landi um 14,3 prósent samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar en á sama tíma fór matvælaverð upp um 8,3 prósent, segir að lokum á ff7.is.
Mynd: úr safni

-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas