Vertu memm

Frétt

Léleg uppskera á kakóbaunum – Viðbúið að súkkulaði verði dýrara – Markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut lækkað

Birting:

þann

Kakóbaunir

Kakóbaunir
Mynd: úr safni

Kakóbaunir verða sífellt dýrari og sú þróun endurspeglast í hækkandi verði á súkkulaði í íslenskum verslunum.

Þriðja árið í röð hefur uppskera á kakóbaunum verið léleg og það ríkir því skortur á kakói víða. Verð á baununum nálgast því hæstu hæðir og er nærri tvöfalt hærra í dag en það var að jafnaði á árunum 2019 til 2023 að því segir í frétt Svenska dagbladet, sem að ff7.is vekur athygli á.

Þar segir jafnframt að UBS bankinn hefur lækkað mat sitt á markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut þar sem viðbúið sé að eftirspurn súkkulaði muni dragast saman.

Kakóbaunir

Hérna sést vel hvernig þetta hefur þróast á síðasta ári.
Skjáskot af businessinsider.com

Á síðasta ári hækkaði verð á súkkulaði hér á landi um 14,3 prósent samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar en á sama tíma fór matvælaverð upp um 8,3 prósent, segir að lokum á ff7.is.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið