Frétt
Léleg uppskera á kakóbaunum – Viðbúið að súkkulaði verði dýrara – Markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut lækkað
Kakóbaunir verða sífellt dýrari og sú þróun endurspeglast í hækkandi verði á súkkulaði í íslenskum verslunum.
Þriðja árið í röð hefur uppskera á kakóbaunum verið léleg og það ríkir því skortur á kakói víða. Verð á baununum nálgast því hæstu hæðir og er nærri tvöfalt hærra í dag en það var að jafnaði á árunum 2019 til 2023 að því segir í frétt Svenska dagbladet, sem að ff7.is vekur athygli á.
Þar segir jafnframt að UBS bankinn hefur lækkað mat sitt á markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut þar sem viðbúið sé að eftirspurn súkkulaði muni dragast saman.
Á síðasta ári hækkaði verð á súkkulaði hér á landi um 14,3 prósent samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar en á sama tíma fór matvælaverð upp um 8,3 prósent, segir að lokum á ff7.is.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







