Vertu memm

Freisting

Leigutaki kærður fyrir eignaspjöll

Birting:

þann

Lögregla hefur til meðferðar kæru á hendur leigutaka sem leigði húsnæði undir veitingastað sinn í miðborginni. Rétt áður en bera átti hann út vegna vangoldinnar leigu hreinsaði hann allt út úr húsnæðinu og hafði á brott.

Hluti þess var fluttur í annað húsnæði þar sem opna á veitingastað með sama nafni á næstunni. Allt hefur verið tekið úr veitingastaðnum, sem er við Geirsgötu. Samkvæmt leigusamningi átti leigusali fastar innréttingar; naglföst eldhústæki, hurðir, klósett, vaska, fast barborð og sófa ásamt 70 rafmagnsljós. Allt var þetta tekið fyrir um tíu dögum.
Lögreglan rannsakar málið en leigutakarnir munu hafa skuldað 10 milljónir í leigu og talið er að það kosti á þriðja tug milljóna að koma húsnæðinu í samt lag.

Leigutaki vill taka fram að hann innréttaði sjálfur veitingastaðinn og lagði til öll tæki og tól. Fyrir mistök hafi ljós og klósett verið tekin og leigutaki hafi boðist til að skila því. Þá mótmælir hann því að einhver lög hafi verið brotin þótt málið hafi verið kært til lögreglu.

Greint frá á Ruv.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið