Freisting
Leigutaki kærður fyrir eignaspjöll

Lögregla hefur til meðferðar kæru á hendur leigutaka sem leigði húsnæði undir veitingastað sinn í miðborginni. Rétt áður en bera átti hann út vegna vangoldinnar leigu hreinsaði hann allt út úr húsnæðinu og hafði á brott.
Hluti þess var fluttur í annað húsnæði þar sem opna á veitingastað með sama nafni á næstunni. Allt hefur verið tekið úr veitingastaðnum, sem er við Geirsgötu. Samkvæmt leigusamningi átti leigusali fastar innréttingar; naglföst eldhústæki, hurðir, klósett, vaska, fast barborð og sófa ásamt 70 rafmagnsljós. Allt var þetta tekið fyrir um tíu dögum.
Lögreglan rannsakar málið en leigutakarnir munu hafa skuldað 10 milljónir í leigu og talið er að það kosti á þriðja tug milljóna að koma húsnæðinu í samt lag.
Leigutaki vill taka fram að hann innréttaði sjálfur veitingastaðinn og lagði til öll tæki og tól. Fyrir mistök hafi ljós og klósett verið tekin og leigutaki hafi boðist til að skila því. Þá mótmælir hann því að einhver lög hafi verið brotin þótt málið hafi verið kært til lögreglu.
Greint frá á Ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





