Vertu memm

Frétt

Leiðbeiningar til veitinga- og gististaða vegna hámarksfjölda í hóp

Birting:

þann

veitingastaður

Nú er sem kunnugt er búið er að herða kröfurnar vegna samkomubanns og hámarks fjöldi í hópum og hverju rými er 20 manns. Ferðamálastofa  hefur í samvinnu við Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið eftirfarandi leiðbeiningar. Munum einnig 2ja metra regluna.

  • Hver salur er eitt rými, hægt er að skipta upp í fleiri rými sjá hér að neðan.
  • Eldhús er rými.
  • Matsalur, hægt er að skipta honum upp og þannig að það eru að hámarki 20 í hverju rým. T.d. 17 gestir og 3 þjónar
  • Það má skipta sal þannig að alltaf séu auð borð í röð sem skipta salnum og búa þannig til lokað rými. Ef þessi leið er notuð skal tryggja að það séu tveir metrar á milli rýma.
  • 2 metrar á milli borða/hópa.
  • Fjölskyldur og hópar sem hafa verið í miklu samneyti áður geta setið við sama borð.
  • Sér salerni fyrir hvert rými.
  • Kokkar og starfsfólk í eldhúsi eiga að vera í eldhúsi og bera matinn fram að dyrum aðskildra rýma. Þar taka þjónar við.
  • Kokkar og starfsfólk í eldhúsi eiga að hafa sér inngang og salerni.
  • Spritt við inngang í sal og skilti sem segir fólkið að spritta sig á leið inn og leið út.
  • Þvo mat- og vínseðla á milli gesta/borða.
  • Tryggja þarf að ekki myndist örtröð í forstofu eða við inngang. Muna, tvo metrar á milli gesta.
  • Á hverri vakt fara starfsmenn ekki á milli rýma.
  • Hvert herbergi (gisting) er eitt rými.
  • Ekki má bóka fleiri en ca 18 í gistingu nema vera búin að skipta matsal í fleiri rými.

Munum að við erum öll í þessu saman og þannig sigrum við.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið