Starfsmannavelta
Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut lokað
Starfsemi staðanna Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut er komin undir eitt og sama þak í húsnæði á Tryggvagötu 14.
„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Framundan eru ótrúlega spennandi tímar fyrir okkur á Le Kock.“
segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.
Sjá einnig: Le KocK opnar í miðbænum
„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi og gera þær að veruleika, þá varð að stíga þessi skref til fulls.
Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“
Undir þessa tilkynningu skrifa þeir félagar og eigendur, Markús í kvartbuxum, Knútur öskrandi og Kalli með sósu í hárinu.
Fleiri fréttir um Le Kock og Deig hér.
Meðfylgjandi mynd var birt með tilkynningunni: facebook / Le KocK

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars