Starfsmannavelta
Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut lokað
Starfsemi staðanna Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut er komin undir eitt og sama þak í húsnæði á Tryggvagötu 14.
„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Framundan eru ótrúlega spennandi tímar fyrir okkur á Le Kock.“
segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.
Sjá einnig: Le KocK opnar í miðbænum
„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi og gera þær að veruleika, þá varð að stíga þessi skref til fulls.
Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“
Undir þessa tilkynningu skrifa þeir félagar og eigendur, Markús í kvartbuxum, Knútur öskrandi og Kalli með sósu í hárinu.
Fleiri fréttir um Le Kock og Deig hér.
Meðfylgjandi mynd var birt með tilkynningunni: facebook / Le KocK
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






