Starfsmannavelta
Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut lokað
Starfsemi staðanna Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut er komin undir eitt og sama þak í húsnæði á Tryggvagötu 14.
„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Framundan eru ótrúlega spennandi tímar fyrir okkur á Le Kock.“
segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.
Sjá einnig: Le KocK opnar í miðbænum
„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi og gera þær að veruleika, þá varð að stíga þessi skref til fulls.
Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“
Undir þessa tilkynningu skrifa þeir félagar og eigendur, Markús í kvartbuxum, Knútur öskrandi og Kalli með sósu í hárinu.
Fleiri fréttir um Le Kock og Deig hér.
Meðfylgjandi mynd var birt með tilkynningunni: facebook / Le KocK
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum