Frétt
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
Fagfélögin vekja athygli á almennum launahækkunum sem komu til framkvæmda um áramótin, vegna
kjarasamnings Fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins. Það launafólk sem er á eftirágreiddum launum ætti að sjá hækkunina á næsta launaseðli. Launin hækka um 3,5% en að lágmarki um 23.750 krónur.
Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum.
Skorað er á launafólk að fylgjast með að þessar breytingar skili sér í launaumslagið. Ekki hika við að hafa samband við kjaradeild Fagfélaganna ef einhverjar spurningar vakna. Síminn er 5400100.
Mynd: matvis.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






