Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Lasse Starup Petersen er Matreiðslumaður ársins 2015 í Danmörku – Keppnin var Dönum til skammar

Birting:

þann

Matreiðslumaður ársins 2015

Lasse Starup Petersen fagnar hér sigrinum

Matreiðslumaður ársins 2015 í Danmörku er Lasse Starup Petersen frá 10 Trin ned í Fredricia. Þetta var í 24. skiptið sem keppnin er haldin og var hún núna partur af Copenhagen Food Fair sem haldin var á Bella Center í febrúar síðastliðinn.

Matreiðslumaður ársins 2015

Keppendur

Til úrslita kepptu 10 matreiðslumenn sem voru eftirfarandi:

  • Lasse Starup Petersen, 10 Trin ned Fredricia – Mynd nr. 10.
  • Mikkel Højborg Olsen, Restaurant Babette, Vordingborg – Mynd nr. 6.
  • Rasmus Kofoed Sørensen, – Mynd nr. 3
  • Jonathan Bitzow – Mynd nr. 8
  • Mikkel Laursen – Mynd nr. 4
  • Rasmus Isak Jessen – Mynd nr. 7
  • Rasmus Errebo – Mynd nr. 5
  • Nicolas Min Jørgensen – Mynd nr. 9
  • Dennis Juhl Jensen – Mynd nr. 1
  • Rasmus Munk, Tree Top, Munkebjerg Hotel, Vejle – Mynd nr. 2

Í úrslitum hefur hver keppandi 6 klukkutíma og 25 mínútur, til að laga 3ja rétta matseðil og laga 10 skammta af hverjum rétti, þar sem 6 fara til gesti í sal, 3 fara til dómara og einn fer í sýningu.

Dómarar voru:

  • Bo Jacobsen – Yfirdómari
  • Anita Klemensen
  • Per Hallundbæk
  • Rasmus Kofoed
  • Thorsten Schmidt

Þegar keppni var lokið og fyrir verðlaunaafhendingu steig yfirdómarinn í pontu og var ekki von á góðu, þar sem hann sagði að skortur væri á metnaði á þessari keppni hefði eiginlega verið Dönum til skammar.

Matreiðslumaður ársins 2015

Verðlaunaeftirrétturinn: Duften og smagen af solbærbusk

Forréttirnir voru í lagi, í eftirréttum komu nokkrar flottar útfærslur, en með aðalréttinn steikt naut, þá gátu 8 af 10 ekki náð steikarhúð á kjötið og sósurnar voru í skógarferð.

, sagði Bo Jacobsen

En það er alltaf einhver sigurvegari og eins og áður segir var það Lasse Storup Petersen sem tók titillinn nú.

Matseðill Lasse leit svona út

Forréttur:
Rødtunge ”Bonne Femme” anno 2015
Rødtunge dampet med persille på bund af champignon og syltede løg. Glaceret med røget blanquette sauce. Og sprødt.

Aðalréttur:
Højreb stegt på ben. Stegt og gratineret kartoffel, squash med fennikel og urter, jordskokkepure. Glace og timian, æbleeddike vinagrette. Tærte med Havgus og bacon

Eftirréttur:
Duften og smagen af solbærbusk
Sorbet og sauce lavet på solbærgrene, marengs på solbær skud. Varm kornly med bitre valnødder som iscreme og saltet crumble.

Matreiðslumaður ársins 2015

Matreiðslumaður ársins 2015

Efstu þrjú sætin skipuðu eftirfarandi:

  1. sæti – Lasse Starup Petersen, Restaurant Ti Trin Ned i Fredericia
  2. sæti – Mikkel Højborg Olsen, Restaurant Babette, Vordingborg
  3. sæti – Rasmus Munk, Tree Top, Munkebjerg Hotel, Vejle

 

/Sverrir

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið