Keppni
Landsliðshópurinn mættur eldhress í alvöru amerískt BBQ
Landslið kjötiðnaðarmanna er mætt í Sacramento í Bandaríkjunum eftir langt flug eða um 15 tíma flug með millilendingu í Seattle. Síðastliðna daga hefur landsliðshópurinn verið að koma sér fyrir.
Gærdagurinn fór mest í kynningarfundi með fyrirliðum allra landsliða, dómurum, skráningar og öll landsliðin hittust ofl.
Í gærkvöldi fór íslenski hópurinn á veitingastaðinn Urban Roots brugghúsið og þar fékk hópurinn sér ekta amerískan BBQ mat.
Í dag er þéttskipuð dagskrá, blaðamannafundir, keppnissvæðið skoðað og endar dagurinn á kokteilboði í kvöld.
Landslið kjötiðnaðarmanna er núna í Sacramento í Bandaríkjunum þar sem liðið mun keppa í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem haldin verður í NBA höllinni Golden 1 Center, laugardaginn 3. september næstkomandi klukkan frá 18:00 á íslenskum tíma.
Sjá einnig: Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir frá keppninni. Fleiri fréttir um Landslið kjötiðnaðarmanna hér.
Bein útsending verður frá Heimsmeistarakeppninni:
Myndir: facebook / Landslið kjötiðnaðarmanna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast