Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna leitar að liðsmanni fyrir næsta stórverkefni

Íslenska landsliðið í kjötiðnaði keppti á heimsmeistaramótinu í París fyrr á árinu og sýndi þar styrk og metnað íslensks kjötiðnaðar.
Ferlið fyrir næsta verkefni Landsliðs kjötiðnaðarmanna er að hefjast, en nú leitar liðið að öflugum kjötiðnaðarmanni sem er tilbúinn að leggja mikinn tíma, kraft og metnað í undirbúninginn fyrir næsta heimsmeistaramót.
Næsta stóra verkefni liðsins verður Heimsmeistaramótið í kjötiðnaði sem fram fer í Ástralíu árið 2028. Þar mætast færustu kjötiðnaðarmenn heims í keppni þar sem listin við kjötiðnaðinn, nákvæmni og fagleg vinnubrögð koma í öndvegi.
Ef þú telur þig eiga erindi í liðið og vilt taka þátt í þessu einstaka ævintýri, hvetur Landslið kjötiðnaðarmanna þig til að sækja um og verða hluti af samstilltu liði sem ber íslenska kjötiðnaðinn stoltan út í heim.
Mynd: facebook / Landslið Kjötiðnaðarmanna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





