Vertu memm

Keppni

Landslið kjötiðnaðarmanna leitar að liðs­manni fyrir næsta stórverkefni

Birting:

þann

Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París

Íslenska landsliðið í kjötiðnaði keppti á heimsmeistaramótinu í París fyrr á árinu og sýndi þar styrk og metnað íslensks kjötiðnaðar.

Ferlið fyrir næsta verkefni Landsliðs kjötiðnaðarmanna er að hefjast, en nú leitar liðið að öflugum kjötiðnaðarmanni sem er tilbúinn að leggja mikinn tíma, kraft og metnað í undirbúninginn fyrir næsta heimsmeistaramót.

Næsta stóra verkefni liðsins verður Heimsmeistaramótið í kjötiðnaði sem fram fer í Ástralíu árið 2028. Þar mætast færustu kjötiðnaðarmenn heims í keppni þar sem listin við kjötiðnaðinn, nákvæmni og fagleg vinnubrögð koma í öndvegi.

Ef þú telur þig eiga erindi í liðið og vilt taka þátt í þessu einstaka ævintýri, hvetur Landslið kjötiðnaðarmanna þig til að sækja um og verða hluti af samstilltu liði sem ber íslenska kjötiðnaðinn stoltan út í heim.

Sækja um hér.

Mynd: facebook / Landslið Kjötiðnaðarmanna

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið