Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna leitar að liðsmanni fyrir næsta stórverkefni

Íslenska landsliðið í kjötiðnaði keppti á heimsmeistaramótinu í París fyrr á árinu og sýndi þar styrk og metnað íslensks kjötiðnaðar.
Ferlið fyrir næsta verkefni Landsliðs kjötiðnaðarmanna er að hefjast, en nú leitar liðið að öflugum kjötiðnaðarmanni sem er tilbúinn að leggja mikinn tíma, kraft og metnað í undirbúninginn fyrir næsta heimsmeistaramót.
Næsta stóra verkefni liðsins verður Heimsmeistaramótið í kjötiðnaði sem fram fer í Ástralíu árið 2028. Þar mætast færustu kjötiðnaðarmenn heims í keppni þar sem listin við kjötiðnaðinn, nákvæmni og fagleg vinnubrögð koma í öndvegi.
Ef þú telur þig eiga erindi í liðið og vilt taka þátt í þessu einstaka ævintýri, hvetur Landslið kjötiðnaðarmanna þig til að sækja um og verða hluti af samstilltu liði sem ber íslenska kjötiðnaðinn stoltan út í heim.
Mynd: facebook / Landslið Kjötiðnaðarmanna
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni20 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin





