Frétt
Lambakótilettur með klassísku kartöflusalati og grilluðum maís
Innihald:
1-2 pakkningar lambakótilettur með suðrænni kryddblöndu frá Kjarnafæði
4 maískólfar
Smjör
Flögusalt
Aðferð:
1. Takið maísinn úr frysti og látið þá þiðna á borði eða notið örbylgjuofninn til að þýða þá.
2. Takið kjötið úr kælinum og fitusnyrtið ef þarf.
3. Hitið grillið vel og setjið maísinn á grillið. Leyfið maísnum að vera góða stund á grillinu eða þar til hann fer að dökkna.
4. Setjið kjötið á grillið. Sneiðarnar eru hvorki stórar né þykkar svo það tekur enga stund að grilla þær.
5. Færið kjötið og maísinn upp á fat og berið fram með kartöflusalatinu. Það er mjög gott að smyrja maísinn með smjöri og flögusalti.
Klassískt kartöflusalat
900g kaldar kartöflur skornar í bita
130g majónes
180g 18% sýrður rjómi
4 tsk. dijon sinnep
1 tsk. grófkorna sinnep
2 saxaðir vorlaukar
2-3 litlar súrar gúrkur, saxaðar
2 msk. fersk steinselja
1 msk. ferskt dill
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru soðnar í gegn. Skrælið þær og kælið alveg.
2. Hrærið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, sinnepi og kryddi.
3. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í skál. Saxið vorlauk og súru gúrkurnar og setjið saman við.
4. Hrærið dressingunni út í, mér finnst best að skilja 2-3 msk. eftir og sjá hvort ég þurfi að nota alla sósuna, það er smekksatriði hversu mikla sósu fólk vill hafa með kartöflusalati

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu