Vertu memm

Frétt

Lambakótilettur með klassísku kartöflusalati og grilluðum maís

Birting:

þann

Lambakótilettur með klassísku kartöflusalati og grilluðum maís

Innihald:
1-2 pakkningar lambakótilettur með suðrænni kryddblöndu frá Kjarnafæði
4 maískólfar
Smjör
Flögusalt

Aðferð:
1. Takið maísinn úr frysti og látið þá þiðna á borði eða notið örbylgjuofninn til að þýða þá.
2. Takið kjötið úr kælinum og fitusnyrtið ef þarf.
3. Hitið grillið vel og setjið maísinn á grillið. Leyfið maísnum að vera góða stund á grillinu eða þar til hann fer að dökkna.
4. Setjið kjötið á grillið. Sneiðarnar eru hvorki stórar né þykkar svo það tekur enga stund að grilla þær.
5. Færið kjötið og maísinn upp á fat og berið fram með kartöflusalatinu. Það er mjög gott að smyrja maísinn með smjöri og flögusalti.

Klassískt kartöflusalat
900g kaldar kartöflur skornar í bita
130g majónes
180g 18% sýrður rjómi
4 tsk. dijon sinnep
1 tsk. grófkorna sinnep
2 saxaðir vorlaukar
2-3 litlar súrar gúrkur, saxaðar
2 msk. fersk steinselja
1 msk. ferskt dill
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:
1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru soðnar í gegn. Skrælið þær og kælið alveg.
2. Hrærið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, sinnepi og kryddi.
3. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í skál. Saxið vorlauk og súru gúrkurnar og setjið saman við.
4. Hrærið dressingunni út í, mér finnst best að skilja 2-3 msk. eftir og sjá hvort ég þurfi að nota alla sósuna, það er smekksatriði hversu mikla sósu fólk vill hafa með kartöflusalati

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið