Sverrir Halldórsson
Lambakótilettur í raspi með alles | Veitingarýni: Þrír Frakkar hjá Úlfari
Veitingastaðurinn Þrír Frakkar hjá Úlfari hefur undanfarin fimmtudagshádegi boðið upp á lambakótilettur í raspi og ákvað ég að bjóða móður minni í kótilettur og upplifa þennan íslenska klassíska rétt.
Við komum inn og fengum sæti við borð við glugga og boðnir matseðlar og drykkir, pöntuðum við kók og kótilettur, innifalið í verðinu var súpa dagsins og var hún þegin.
Fyrst kom indælisbrauð með venjulegu smjöri, svo kom súpan tær grænmetissúpa, virkilega góð, bragðið minnti á minestrone súpuna.
- Brún sósa
- Feiti, rauðkál, rabbabarasulta
- Lambakótilettur í raspi
Svo komu kótiletturnar með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, rabbabarasultu, feiti og brúnni sósu. Þetta alveg steinlá, gott á alla kanta og gott að hafa val um feiti eða sósu.
Þessi máltíð var sú besta sem ég hef snætt hjá Úlfari og vona ég að þetta verði hefð sem haldið verði í, því þetta er eini staðurinn sem býður upp á þennan rétt í þessum búningi eftir því sem ég best veit.
Ég átti í vandræðum með að ná móður minni út, því hún vildi bara sitja áfram og fá kótilettur aftur í kvöldmat, en á endanum tókst mér að ná henni út.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið23 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús















