Sverrir Halldórsson
Lambakótilettur í raspi með alles | Veitingarýni: Þrír Frakkar hjá Úlfari
Veitingastaðurinn Þrír Frakkar hjá Úlfari hefur undanfarin fimmtudagshádegi boðið upp á lambakótilettur í raspi og ákvað ég að bjóða móður minni í kótilettur og upplifa þennan íslenska klassíska rétt.
Við komum inn og fengum sæti við borð við glugga og boðnir matseðlar og drykkir, pöntuðum við kók og kótilettur, innifalið í verðinu var súpa dagsins og var hún þegin.
Fyrst kom indælisbrauð með venjulegu smjöri, svo kom súpan tær grænmetissúpa, virkilega góð, bragðið minnti á minestrone súpuna.
Svo komu kótiletturnar með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, rabbabarasultu, feiti og brúnni sósu. Þetta alveg steinlá, gott á alla kanta og gott að hafa val um feiti eða sósu.
Þessi máltíð var sú besta sem ég hef snætt hjá Úlfari og vona ég að þetta verði hefð sem haldið verði í, því þetta er eini staðurinn sem býður upp á þennan rétt í þessum búningi eftir því sem ég best veit.
Ég átti í vandræðum með að ná móður minni út, því hún vildi bara sitja áfram og fá kótilettur aftur í kvöldmat, en á endanum tókst mér að ná henni út.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir