Sverrir Halldórsson
Lambakótilettur í raspi með alles | Veitingarýni: Þrír Frakkar hjá Úlfari
Veitingastaðurinn Þrír Frakkar hjá Úlfari hefur undanfarin fimmtudagshádegi boðið upp á lambakótilettur í raspi og ákvað ég að bjóða móður minni í kótilettur og upplifa þennan íslenska klassíska rétt.
Við komum inn og fengum sæti við borð við glugga og boðnir matseðlar og drykkir, pöntuðum við kók og kótilettur, innifalið í verðinu var súpa dagsins og var hún þegin.
Fyrst kom indælisbrauð með venjulegu smjöri, svo kom súpan tær grænmetissúpa, virkilega góð, bragðið minnti á minestrone súpuna.
- Brún sósa
- Feiti, rauðkál, rabbabarasulta
- Lambakótilettur í raspi
Svo komu kótiletturnar með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, rabbabarasultu, feiti og brúnni sósu. Þetta alveg steinlá, gott á alla kanta og gott að hafa val um feiti eða sósu.
Þessi máltíð var sú besta sem ég hef snætt hjá Úlfari og vona ég að þetta verði hefð sem haldið verði í, því þetta er eini staðurinn sem býður upp á þennan rétt í þessum búningi eftir því sem ég best veit.
Ég átti í vandræðum með að ná móður minni út, því hún vildi bara sitja áfram og fá kótilettur aftur í kvöldmat, en á endanum tókst mér að ná henni út.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar