Markaðurinn
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi
Rjómalöguð lambakjötsúpa
með kastaníusveppum og brauðteningum
Hráefni
5 dl lambasoð frá Bone & Marrow
1 box kastaníusveppir
1 gulrót
1 msk matarolía
1 msk smjör
1 msk sherry edik
2 dl rjómi 200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
Brauðteningar
Feykir
Leiðbeiningar
Uppskriftin miðast við forréttastærð og er þannig tilvalin á hátíðarborðið, en ekkert er að því að stækka uppskriftina og hafa skammtana stærri.
Kjötið í súpuna má vera af læri, hrygg eða framparti. Allt eftir því hvað er til hverju sinni og súpan er tilvalin í að nýta afganga.
Skerið sveppi og gulrót í litla bita eftir smekk, steikið í olíu og smjöri og takið til hliðar.
Sjóðið upp á lambasoði og ediki og bætið sveppum og rjómanum við. Sjóðið í 5 mín og bætið kjötinu í. Sjóðið í 3-4 mínútur og smakkið til með salti.
Borið fram í skálum, ásamt brauðteningum, ostinn rífið þið yfir í lokin.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“