Markaðurinn
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi
Rjómalöguð lambakjötsúpa
með kastaníusveppum og brauðteningum
Hráefni
5 dl lambasoð frá Bone & Marrow
1 box kastaníusveppir
1 gulrót
1 msk matarolía
1 msk smjör
1 msk sherry edik
2 dl rjómi 200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
Brauðteningar
Feykir
Leiðbeiningar
Uppskriftin miðast við forréttastærð og er þannig tilvalin á hátíðarborðið, en ekkert er að því að stækka uppskriftina og hafa skammtana stærri.
Kjötið í súpuna má vera af læri, hrygg eða framparti. Allt eftir því hvað er til hverju sinni og súpan er tilvalin í að nýta afganga.
Skerið sveppi og gulrót í litla bita eftir smekk, steikið í olíu og smjöri og takið til hliðar.
Sjóðið upp á lambasoði og ediki og bætið sveppum og rjómanum við. Sjóðið í 5 mín og bætið kjötinu í. Sjóðið í 3-4 mínútur og smakkið til með salti.
Borið fram í skálum, ásamt brauðteningum, ostinn rífið þið yfir í lokin.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux