Frétt
Lágmarksverð mjólkur hækkar um 1,90% frá 12. maí
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.
Eftirfarandi verðbreytingar munu taka gildi þann 12. maí 2025:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 1,90% úr 136,93 kr./ltr í 139,53 kr./ltr.
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,96%.
Í tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2024. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækkar um 1,90% frá desember 2024 til mars 2025. Þar af vegur hækkun launavísitölu mest en um 3/4 hækkunar verðlagsgrundvallar er tilkomin vegna launakostnaðar og annara kostnaðarliða sem þróast í takti við launavísitölu.
Verðhækkanir á fóðri og afskriftir hafa einnig þónokkur áhrif en aðrir liðir vega minna. Fjármagnskostnaður og áburðarkostnaður hefur lækkað á tímabilinu og hefur það áhrif til lækkunar.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar. Vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkar um 2,03% en helstu kostnaðarliðir sem vega þyngst í þeirri hækkunarþörf eru að launakostnaður hækkar um 3,1% á tímabilinu en sú hækkun vegur um 53% af heildar hækkuninni í verðmætum talið.
Raforka og vatn hækka samanlagt um um 14,6% í kostnaðarhækkun og þar af raforka sem ein og sér hækkar um 17,3%. Þessar hækkanir raforku og vatns vega um 28% af heildarhækkunarþörf vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar. Sá liður í vinnslu- og dreifingarkostnaði sem lækkar á tímabilinu er fjármagnskostnaður, en hann lækkar um -6,8% sem dregur niður heildarhækkunarþörf um -7,4%. Aðrir liðir breytast mun minna.
Samkvæmt Hagstofu Íslands mælist ársverðbólga 4,2% í apríl 2025. Innan þessa tímabils, frá apríl 2024 til nóvember 2024 eða í um 8 mánuði urðu engar breytingar á heildsöluverði mjólkurvara til neytanda og verðlag mjólkurvara stöðugt.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






