Sverrir Halldórsson
Kvöldstund í Hörpunni 2 | „..það var sæll og ánægður listunnandi sem yfirgaf Hörpuna..“
Nú var ég aftur mættur í tónlistarhöllina til að eiga góða kvöldstund og skyldi hún byrja á að smakka Indverskan matseðillinn að hætti Yesmin Olson sem var gestakokkur í nóvembermánuði í Munnhörpunni.
Nýr yfirmatreiðslumaður hefur tekið við keflinu í Munnhörpunni en hún heitir Kristín Steinarsdóttir. Mér var vísað á borð og boðið að panta drykk, sem ég þáði, leit yfir matseðillinn og sagði þjóninum að eldhúsið réði ferðinni.
Fyrst kom volgt Nanbrauð með smjöri, fantagott og lofaði góðu fyrir framhaldið.
Svo kom Mulligatawny súpa sem er karrýlöguð grænmetissúpa með eplateningum.
Smakkaðist hún virkilega vel, en þó passlega sterk og nanbrauðið gaf fyllinguna.
Svo kom Indverskt Lambaprime sem er vellt upp úr stökkum hnetum, framreitt með chilli-engifer kartöflum og döðluchutney.
Þetta var sko indverskt upp á 10, mýktin í kjötinu glæsileg og frekar sterkt, svo var framsetning á réttinum girnileg, flott vinna.
Þetta var virkilega bragðgóður ábætir og góður endir á kvöldverðinum og rúsínan í pylsuendinum var súkkulaðitrufflan, þá fóru bragðkirtlarnir virkilega á flug.
Þá þakkaði sæll maður fyrir sig og næst var að fara upp á 3. hæð í sæti F9 sama sæti og síðast og nú skyldi hlusta á Todmobile í 25 ár og gest þeirra Jon Anderson fyrrum söngvara Yes og þegar þau fluttu lagið OWNER OF THE LONLEY HEART, ætlaði þakið bóstaflega að rifna af, þvílík stemming var í Eldborginni.
Þetta toppaði allt sem ég hef séð og heyrt á tónleikum og það var sæll og ánægður listunnandi sem yfirgaf Hörpuna í annað sinn á einni viku, mettur í maga og heila.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit