Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kvartaði yfir kynferðislegri áreitni og var sagt upp
„Þetta er bara allt of algengt, bæði kynferðisleg áreitni og bara misrétti, er ótrúlega algengt í þessum bransa,“
segir Vigdís Ósk Howser í samtali við mbl.is.
Vigdís hóf störf á veitingastað í miðborg Reykjavíkur fyrir ekki alls löngu en hefur nú verið sagt upp störfum. Að sögn Vigdísar kom uppsögnin henni í opna skjöldu og beint í framhaldi af því að hún kvartaði yfir kynferðislegri áreitni og dónaskap annars starfsmanns á staðnum.
Staðurinn sem um ræðir heitir Messinn og er í eigu Jóns Mýrdals. Jón segir í skriflegu svari til mbl.is að hann vilji ekki tjá sig um ástæður þess að fólk hætti eða sé sagt upp.
Sjá einnig: Nýr sjávarréttastaður opnar í miðborg Reykjavíkur
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.
Uppfært!
Jón Mýrdal vildi koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
„Það er rétt að þessi starfsmaður er hættur en það er eina uppsögnin hjá okkur. Ég tel ekki rétt að tjá mig um ástæður þess að fólk hættir eða er sagt upp. Ákvörðunin er á ábyrgð veitingastjórans sem ræður starfsfólk í sal og stýrir þeirra vinnu. En sem eigandi staðarins þá get ég sagt að við tökum þessar ábendingar Vigdísar alvarlega. Óviðeigandi athugasemdir og karlremba eiga ekki að líðast í veitingageiranum frekar en í öðrum starfsgreinum. Við munum taka á og reyna að breyta því ef slíkt andrúmsloft hefur myndast á vinnustaðnum. Við viljum bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir starfsfólk og samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Við munum fara í saumana á þessu og ræða bæði nánar við Vigdísi og við okkar starfsfólk. Okkur þykir afar leitt að heyra af þessu. Aðeins henni var sagt upp störfum.“
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun23 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF