Markaðurinn
Kryddhúsið í samstarf við ÍSAM
Kryddhúsið og ÍSAM hafa skrifað undir samning um sölu og dreifingu í stóreldhúsa- og veitingageirann.
Krydd Kryddhússins hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá stóreldhúsa- og veitingageiranum og með þessu samstarfi við ÍSAM eykst þjónusta við þennan mikilvæga markað til muna.
Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum. Kryddið eru náttúrulegt, ómeðhöndlað og án allra aukaefna. Einstaka kryddblanda inniheldur salt en þá yfirleitt í litlu magni, annars er kryddið án salts, segir Ólöf Einarsdóttir hjá Kryddhúsinu.
„Við hjá ÍSAM erum virkilega ánægð með þetta samstarf við Kryddhúsið. Að okkar mati er kryddið þeirra mikil gæðavara og við hlökkum til að kynna vörulínuna fyrir okkar viðskiptavinum og öllum þeim sem vilja kynnast einstakri vöru,“
segir Hjálmar Örn Erlingsson, deildarstjóri Stóreldhúsadeildar ÍSAM.
Pantanir fara í gegn um sölusíma ÍSAM 522-2728 eða á [email protected]
Einnig er hægt að sjá vöruúrval í nýrri Vefverslun ÍSAM-Stóreldhús hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






