Markaðurinn
Kryddhúsið í samstarf við ÍSAM
Kryddhúsið og ÍSAM hafa skrifað undir samning um sölu og dreifingu í stóreldhúsa- og veitingageirann.
Krydd Kryddhússins hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá stóreldhúsa- og veitingageiranum og með þessu samstarfi við ÍSAM eykst þjónusta við þennan mikilvæga markað til muna.
Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum. Kryddið eru náttúrulegt, ómeðhöndlað og án allra aukaefna. Einstaka kryddblanda inniheldur salt en þá yfirleitt í litlu magni, annars er kryddið án salts, segir Ólöf Einarsdóttir hjá Kryddhúsinu.
„Við hjá ÍSAM erum virkilega ánægð með þetta samstarf við Kryddhúsið. Að okkar mati er kryddið þeirra mikil gæðavara og við hlökkum til að kynna vörulínuna fyrir okkar viðskiptavinum og öllum þeim sem vilja kynnast einstakri vöru,“
segir Hjálmar Örn Erlingsson, deildarstjóri Stóreldhúsadeildar ÍSAM.
Pantanir fara í gegn um sölusíma ÍSAM 522-2728 eða á [email protected]
Einnig er hægt að sjá vöruúrval í nýrri Vefverslun ÍSAM-Stóreldhús hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana