Starfsmannavelta
Kristjánsbakarí vill koma eftirfarandi á framfæri
Frétt um að þrjátíu og fimm starfsmönnum Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið sagt upp störfum vegna endurskipulagningu fyrirtækisins, þá vill Kristjánsbakarí koma eftirfarandi á framfæri:
Fréttatilkynningin í heild sinni:
„Kristjánsbakarí mun halda áfram rekstri á Akureyri. Bakaríin okkar í Hrísalundi og Hafnarstræti eru opin eins og áður.
Kristjánsbakarí hefur að undanförnu gengið í gegnum erfiða tíma í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma þurfti að loka útibúum okkar og á verulega skömmum tíma hafa ferðalög og koma erlendra ferðamanna nánast lagst af. Skemmtiferðaskip, ferðamenn og skíðafólk sem fylltu hér bakaríin og veitingastaði í bænum koma til að mynda ekki.
Við höfum þurft að grípa til sársaukafullra ráðstafana til þess að tryggja rekstrargrundvöll starfseminnar á Akureyri. Uppsagnir eru, því miður, leiðinlegur fylgifiskur á endurskipulagningu. Við erum hinsvegar bjartsýn og leggjum upp með að endurráða eins marga og hægt er að lokinni endurskipulagningu. Þannig tryggjum við starfsemina til framtíðar.
Næstu mánuðir verða nýttir í það að breyta Kristjánsbakaríi með vöruþróun, nýjungum og breytingum á bakaríum okkar með það að leiðarljósi að geta sinnt og þjónustað viðskiptavinum okkar betur.
Við erum bjartsýn og spennt fyrir breyttum tímum. Við erum viss um að viðskiptavinir okkar kunni að meta það þegar á hólminn er komið.“
Mynd: facebook / Kristjánsbakarí

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?