Frétt
Kristján Þór opnar fyrir umsóknir í Matvælasjóð – Frábært tækifæri fyrir þá sem luma á góðri hugmynd
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
„Það er stundum sagt að við þurfum að framleiða okkur út úr núverandi ástandi – að það sé lykilatriði í þeirri viðspyrnu sem nú tekur við að við sköpum meiri verðmæti. Það er hárrétt enda erum við Íslendingar matvælaþjóð. Byggjum afkomu okkar öfluga samfélags að stórum hluta á því að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti, bæði til sjós og lands.
Þessi áhersla og uppruni okkar er einmitt kjarnahlutverk Matvælasjóðs – að styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla um allt land. Að leggja sérstaka áherslu á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.
Því er stofnun Matvælasjóðs ekki bara skref í rétt átt – heldur ein forsenda þeirrar sóknar sem fram undan er í íslenskri matvælaframleiðslu“
Áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar sjóðsins, kynnti sjóðinn og deildir hans við opnunina í morgun en Matvælasjóður hefur fjórar deildir:
- Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
- Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni.
- Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri.
Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs:
„Miklir möguleikar eru til staðar tengdir matvælaframleiðslu á Íslandi og það eru mörg tækifæri sem fylgja því að búa í nálægð við auðlindir. Fyrir vikið gerum við auðvitað ráð fyrir að fá margar umsóknir. Við vitum að íslenskt hráefni er eftirsóknarvert og í því felast mörg tækifæri til að auka vægi íslenskrar framleiðslu í fæðu okkar samhliða því að stuðla að sjálfbærni og minni umhverfisáhrifum.
Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum, en með því að nýta betur það sem til fellur í framleiðsluferlinu getum við stuðlað að minni sóun og aukið verðmætin samhliða. Verkefnin sem rúmast innan sjóðsins verða mjög fjölbreytt og munu styrkja samkeppnishæfni okkar.“
Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020
Fundinum var streymt og hægt er að horfa á kynninguna hér.
Glærukynningu má nálgast hér.
Allar nánari upplýsingar um Matvælasjóð má finna á vefsíðunni www.matvaelasjodur.is
Mynd: stjornarradid.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024