Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Kristinn: „Sjómennskan leggst bara vel í mig“

Birting:

þann

Kristinn Frímann Jakobsson. Selfie tekið um borð á Kleifabergi.

Kristinn Frímann Jakobsson.
Selfie tekið um borð á Kleifabergi.

Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari hjá Lostæti tók sér frí frá störfum og skellti sér á sjó dagana 25. mars til 25. apríl á bátnum Kleifaberg RE-70 sem gerður er út frá Reykjavík af Brim hf.  Kristinn var að leysa Ómar Skarphéðinsson félaga sinn af sem var í veikindaleyfi, en Kristinn kemur til með að leysa hann aftur af núna í júní.

Sjómennskan leggst bara vel í mig, var ekkert sjóveikur síðast, svo maður vonar að það verði eins í næsta túr. Já jafnvel, maður veit annars aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér 🙂

, sagði Kristinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort hann gæti hugsað sér sjómennskuna sem framtíðarstarf.

Kristinn fer á sjóinn á mánudaginn næsta 2. júní, þ.e. daginn eftir sjómannadag og tekur þá „sumarfrí“ úr vinnunni hjá Lostæti.

Erum að fara að veiða hjá Rússlandi og erum á 5 daga siglingu þangað

, sagði Kristinn hress að lokum.

Meðfylgjandi myndir tók Kristinn og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans, en hann tók myndir af öllum réttum af matseðlinum sem var í boði í síðasta túr:

 

Myndir: Kristinn

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið