Kristinn Frímann Jakobsson
Kristinn: „Sjómennskan leggst bara vel í mig“
Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari hjá Lostæti tók sér frí frá störfum og skellti sér á sjó dagana 25. mars til 25. apríl á bátnum Kleifaberg RE-70 sem gerður er út frá Reykjavík af Brim hf. Kristinn var að leysa Ómar Skarphéðinsson félaga sinn af sem var í veikindaleyfi, en Kristinn kemur til með að leysa hann aftur af núna í júní.
Sjómennskan leggst bara vel í mig, var ekkert sjóveikur síðast, svo maður vonar að það verði eins í næsta túr. Já jafnvel, maður veit annars aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér 🙂
, sagði Kristinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort hann gæti hugsað sér sjómennskuna sem framtíðarstarf.
Kristinn fer á sjóinn á mánudaginn næsta 2. júní, þ.e. daginn eftir sjómannadag og tekur þá „sumarfrí“ úr vinnunni hjá Lostæti.
Erum að fara að veiða hjá Rússlandi og erum á 5 daga siglingu þangað
, sagði Kristinn hress að lokum.
Meðfylgjandi myndir tók Kristinn og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans, en hann tók myndir af öllum réttum af matseðlinum sem var í boði í síðasta túr:
Myndir: Kristinn

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun