Markaðurinn
Koziol Superglas: Óbrjótanleg lúxusglös
Hjá heildsölu Ásbjarnar Ólafsonar fást Koziol Superglas glösin – ein allra glæsilegustu og endingarbestu glösin á markaðnum í dag. Lyftu upplifun gesta og viðskiptavina upp á hærra plan með þessum einstöku og glæsilegu glösum úr óbrjótanlegu hátækniplasti sem á sér engan líkan hvað varðar endingu og styrkleika, einstök nýsköpun sem hentar sérstaklega vel fyrir veitingahús, heilsulindir, sundstaði eða á önnur útisvæði.
Fallega hönnuð og vönduð glös sem fara vel í hendi og gefa fágað yfirbragð á alla drykki. Hvort sem Koziol Superglas er notað undir kokteila eða kaffi haldast glösin kristaltær og laus við rispur með byltingarkenndri demantsáferð. Glösin standast allar reglugerðir sem banna gler, eru 100% endurvinnanleg og mega fara í uppþvottavél.
Superglas lúxusglösin frá Koziol eru gerð úr endurunnu og sjálfbæru efni svo þú getur borið fram drykki með hreinni samvisku. Séu pöntuð 250 stk. eða fleiri í gerð bjóða Koziol upp á sérmerkingar en fyrir 500 stk. eða fleiri er í boði að sérlita glösin í þínum fyrirtækjalit.
Glösin eru hin fullkomna blanda hagnýtingar og glæsileika þar sem styrkur mætir stíl og hver sopi gefur tilefni til að fagna. Falleg og endingargóð glös sem líta út eins og gler en hafa alla helstu kosti plastsins bara ennþá betri, rispufrí og laus við alla skýjamyndun í uppþvottavélinni.
Koziol superglas eru tilvalin á útisvæðin í sumar, á þorrablótin og árshátíðarnar þar sem ekkert er gefið eftir í lúxus án áhættunnar sem fylgir glerbrotum.
Hafðu samband við Söludeild Ásbjarnar Ólafssonar og kynntu þér meira um Koziol Superglas.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago