Freisting
Kornverð hækkar ört vegna þurrka í Rússlandi

Í Rússlandi er þegar farið að gæta hækkana á verði hveitis og mjólkur í verslunum og í öðrum löndum er þess ekki talið langt að bíða að verð á mat sem byggist á kornuppskerunni muni hækka á næstu vikum og mánuðum. Það á fyrst og fremst við um kornvörur á borð við brauð og kex en bjór á eflaust einnig eftir að hækka í verði, sem og mjólk og kjöt af skepnum sem fóðraðar eru á korni.
Hitabylgjan sem veldur þessum þurrkum hefur legið eins og mara yfir Rússlandi og lýðveldunum austan og vestan við það en þar er stór hluti þess korns sem seldur er á heimsmarkaði ræktaður. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í 27 héruðum í Rússlandi og þegar er ljóst að korn hefur eyðilagst á 10,3 milljónum hektara lands. Ekki sér fyrir endann á hitabylgjunni því veðurfræðingar spá því að hún standi út næstu viku og að hitinn verði um 40 gráður víðast hvar.
Rússneska landbúnaðararáðuneytið hefur þegar lækkað áætlanir sínar um kornuppskeru ársins úr 90 milljónum tonna í 70-75 milljónir tonna en margir efast um að það markmið náist. Rússneskir ráðamenn reyna að draga úr vandanum með því að segjast eiga miklar kornbirgðir að moða úr, en talsmenn kornræktenda þar eystra spá því að útflutningur á korni muni dragast saman um þriðjung, ef ekki helming á þessu ári miðað við árið 2009.
Þessu til viðbótar er bent á að kornuppskera muni dragast saman um þriðjung í Kanada vegna rigninga þegar sáning stóð yfir. Uppskera virðist ætla að verða með eðlilegum hætti í Bandaríkjunum og Evrópu, þó með þeirri undantekningu að í Evrópu var sáð í færri hektara en árið áður.
Greint frá í Bændablaðinu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir