Markaðurinn
Kornax hlýtur alþjóðlega matvælaöryggisvottun
Lífland sem framleiðir og selur Kornax hveitið hlaut á dögunum alþjóðlegu matvælaöryggisvottunina FSSC 22000.
Vottunin nær yfir löndun á korni, framleiðslu á hveiti og rúg, lager og útkeyrslu.
Kornax vörumerkið sem er hluti af matvælasviði Líflands er leiðandi vörumerki á Íslandi til margra ára í hveiti fyrir bæði akstursiðnaðinn og neytendamarkaðinn. Við framleiðslu á Kornax vörum er einungis notað hágæðakorn þar sem baksturseiginleikar hveitis ráðast af gæðum kornsins.
„Það er stefna Líflands að tryggja viðskiptavinum sínum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar og þarfir þeirra hvað varðar gæði og öryggi. Að fá alþjóðlega matvælaöryggisvottun er mikil viðurkenning og staðfesting á gæðum við framleiðslu Kornax hveitisins.
Vottunin tryggir að unnið sé eftir verkferlum sem ná til allra þátta í framleiðslunni, vöruhýsingu og útkeyrslu þar sem stöðugar umbætur og eftirfylgni eiga sér stað. Að styðjast við alþjóðlega stjórnunarstaðla og vottunarstaðfesting þeim tengdum er því jákvæð fyrir Kornax í alla staði, starfsfólkið, hagaðila og neytendur.“
Segir Rannveig Hrólfsdóttir gæða- og starfsmannastjóri Líflands/Kornax.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







