Frétt
Kórdrengirnir í Súkkat
Upptökur standa yfir hjá Sjónvarpinu á þáttaröðinni Söngvaskáld og ætlar dúettinn Súkkat að flytja vel valin lög af ferli sínum.
Tónleikarnir verða í dag miðvikudaginn 30 maí, klukkan 15;20 og þér er boðið að kíkja á félagana í Efstaleiti 1. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund.
Kórdrengirnir í Súkkat, þeir Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson eru vel kunnugir veitingabransanum, en þeir eru matreiðslumenn að mennt og vinna á hinum geysivinsæla veitingastað Við Tjörnina. Það eru þau Gunnar Örn og Sigríður Auðunsdóttir sem sjá um rekstur veitingastaðarins Við Tjörnina.
Hafþór og Gunnar hafa spilað saman í nær 20 ár og eiga fjölmörg góð lög, eins hafa þeir verið í samfloti með Megas í 10 ár og haldið tónleika einu sinni á ári sem ber heitið Megasukk.
Freisting.is hafði samband við Gunnar og spurðist fyrir um nafnið Súkkat og því var fljót svarað: á Akureyri voru þau börn sem urðu útundan kölluð „Súkkat“.
Endilega kíkið á félagana í dag upp á Efstaleiti.
Og á kokkamáli þýðir súkkat:
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.
Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate.
Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.
Heimild: Vísindavefurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði