Frétt
Kórdrengirnir í Súkkat
Upptökur standa yfir hjá Sjónvarpinu á þáttaröðinni Söngvaskáld og ætlar dúettinn Súkkat að flytja vel valin lög af ferli sínum.
Tónleikarnir verða í dag miðvikudaginn 30 maí, klukkan 15;20 og þér er boðið að kíkja á félagana í Efstaleiti 1. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund.
Kórdrengirnir í Súkkat, þeir Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson eru vel kunnugir veitingabransanum, en þeir eru matreiðslumenn að mennt og vinna á hinum geysivinsæla veitingastað Við Tjörnina. Það eru þau Gunnar Örn og Sigríður Auðunsdóttir sem sjá um rekstur veitingastaðarins Við Tjörnina.
Hafþór og Gunnar hafa spilað saman í nær 20 ár og eiga fjölmörg góð lög, eins hafa þeir verið í samfloti með Megas í 10 ár og haldið tónleika einu sinni á ári sem ber heitið Megasukk.
Freisting.is hafði samband við Gunnar og spurðist fyrir um nafnið Súkkat og því var fljót svarað: á Akureyri voru þau börn sem urðu útundan kölluð „Súkkat“.
Endilega kíkið á félagana í dag upp á Efstaleiti.
Og á kokkamáli þýðir súkkat:
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.
Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate.
Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.
Heimild: Vísindavefurinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala