Keppni
Kokteilkeppni Tipsý og Bulleit
Framundan er skemmtileg kokteilkeppni þar sem barþjónar og kokteiláhugafólk keppa í listinni að blanda og framreiða framúrskarandi drykki. Keppendur fá tækifæri til að sýna hæfileika sína, sköpunargáfu og fagmennsku, allt í takt við þema keppninnar sem er að þessu sinni Amerískt og í aðalhlutverki er Bulleit.
Bulleit er bandarískt viskí sem er þekkt fyrir einstaka og sterka bragðeiginleika. Það var upphaflega stofnað af Augustus Bulleit á 19. öld en var endurvakið af Tom Bulleit árið 1987. Viskíið er framleitt í Kentucky og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir gæði sín.

F.v. Teitur Riddermann Schiöth, Martin Cabejsek sem fagnar hér sigrinum vel og innilega, Ólafur Andri Benediktsson og Jakob Alf Arnarsson
Keppnin fer fram 3. og 5. febrúar á Tipsý sem er staðsettur í hjarta Reykjavíkur, nánar tiltekið að Hafnarstræti 1-3.
Tólf innsendingar verða valdar í forkeppni mánudaginn 3. febrúar og fimm kokteilar keppa svo til úrslita miðvikudaginn 5. febrúar.
Kynnar í úrslitakeppni eru Auðunn Blöndal og Steindi og um tóna sér DJ Sóley.
Í aðalvinning er 200.000 króna gjafabréf hjá PLAY og fjöldi veglegra aukavinninga.

Dómarar í keppninni í fyrra.
Teitur Riddermann Schiöth, Sævar Helgi Örnólfsson, Steindi Jr. og Huld Haraldsdóttir
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 kr. gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur; Apotek kitchen + bar, Fjallkonan krá & kræsingar, Sushi Social, Sæta Svínið gastropub, Tapasbarinn og Tres Locos.
Sendu þinn kokteil á [email protected] fyrir 1. febrúar, en innsending þarf að innihalda:
Nafn á kokteil, innblástur og mynd
Uppskrift (með a.m.k. 30 ml af Bulleit vörum, Bulleit bourbon, Bulleit bourbon 10 year old, Bullet rye whiskey )
Upplýsingar um þátttakanda (nafn, vinnustaður, símanúmer)
Nánari upplýsingar um keppnina er á tipsybar.is
Með fylgja myndir frá keppninni í fyrra.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






