Freisting
Kokkurinn knái
Lögreglan í Reykjavík hafði hendur hári austur-evrópskra, fisk- og bílþjófa í fyrrakvöld. Kokkur við veisluþjónustu við Suðurlandsbraut saknaði fiskréttaveislu sem hann hafði útbúið fyrir mektarfólk í bænum.
Hann hafði snör handtök og útbjó nýja veislu. Þegar senda átti fiskréttina kom á daginn að fyrirtækisbílnum hafði verið stolið. Hófst nú dramatísk atburðarás; vinur kokksins sá bílinn á ferð. Þeir félagar á tveimur jafnfljótum eltu bílinn uppi og stöðvuðu för annars þjófsins en þeir voru tveir.
Var nú löggan kölluð til sem gómaði þriðja bófann en einn slapp. Nú blandast í söguna fjölskylda að borða pizzu sem verið hafði vitni að handtökunni og undankomu þriðja bófans. Upplýsingar fjölskyldunnar urðu til þess að hann var gómaður og fjórir meintir glæponar til viðbótar þar sem þeir voru þarna í grenndinni, að talið er að möndla með þýfi.
Þarna varð vaskur kokkur, félagi hans og árvökul fjölskylda til þess að upplýsa glæpamál, sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglunni.
Greint frá á fréttavefnum Ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10