Vertu memm

Freisting

Kokkarnir stækka við sig

Birting:

þann

Rúnar GíslasonVeisluþjónustan Kokkarnir hafa bætt Ostabúðinni í Smáralindinni við í rekstur sinn. Kokkarnir tóku við rekstrinum fyrir viku síðan.

Ostabúðin er staðsett á sama stað og Kokkarnir eru með fiskborðið í Smáralindinni.

Freisting.is hafði samband við Rúnar Gíslason, einn af eigendum Kokkanna og spurði hann nokkrar spurningar

Hvers vegna ostabúðina?
Þetta er góð viðbót við Ostaborðið í Kringlunni, því maður nær alltaf vissum samlegðaráhrifum við stækkun án mikils kostnaðar.
Borðið er búið að vera í mikilli lægð og er stefnan að rífa það upp og bæta við.

Verður breytt fyrirkomulag á rekstri Ostabúðinnar?
Aðalbreytingin er sú að við komum inn með okkar vörur s.s. salötin o.fl ásamt því að vera með meira úrval af ostum. Einnig verður hægt að fá hráskinkur og salami.

Ertu með margar teg. af ostum í boði?
Við erum með c.a. 25-35 erlendar tegundir, eftir því hvernig innflutningurinn gengur.

Eru eitthverjir ostar sem þið látið framleiða sérstaklega fyrir ykkur?
Nei

Hvað er Veisluþjónustan Kokkarnir með marga á launaskrá?
Furðufiskar ehf sem reka Kokkana eru með 28 manns á launaskrá.

Hvaða staðir eru í rekstri hjá Kokkunum?
Við erum á 8 stöðum í bænum. Öllum Hagkaupsbúðunum, Fóstbræðraheimilinu og svo þar sem öll vinnslan fer fram á Fiskislóð, en þar erum við með 460 fm vinnslu-, og skrifstofuhúsnæði.

Meira skylt efni:
Kokkarnir.is vinsæll vefur

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið