Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkar deyja ekki ráðalausir
Í gær var haldin grillveisla hjá Icelandair Technical Service (ITS) en hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Þegar allir vilja fá nýgrillaðan BBQ smurðan burger með osti í hádeginu þá var Hjörleifur Árnason fenginn í verkið, en hann er matreiðslumaður að mennt og starfar nú hjá ITS í varahluta- og innkaupadeild.
„Eins og þú veist var leiðindaveður í gær, rigning og rok en það stoppar ekki kallinn, setti bara upp súrefnisgrímu og hélt áfram. Þegar reykurinn var orðinn svo mikill að við sáum ekki grillið settum við bara upp stóru grímurnar og héldum áfram. Þetta er alveg eins og í flugvélabransanum, the show must go on, vél á jörðinni er tapaður peningur“, sagði Hjörleifur hress í samtali við freisting.is og er rétt að taka fram að allar þessar grímur voru á leiðinni í ruslið sökum aldurs.
Til gamans má geta að þeir félagar Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason tóku þátt í heimsmeistaramóti í klakaskurði sem haldið var 26. – 28. febrúar síðastliðinn í Fairbanks í Alaska, en hægt er að lesa fréttir, myndir ofl. um mótið hér.
Myndir: Þorsteinn Kristjánsson
/Smári
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi