Freisting
Kokkar á kajak – Vatnselgur á Höfn
Ófært er víða um bæinn í Höfn í Hornafirði vegna mikils vatnselgs og víða hefur flætt inn í hús. Slökkvilið og bæjarstarfsmenn dæla látlaust og hafa vart undan. Í húsi við Höfðaveg er ökkladjúpt vatn á neðri hæð og hafa húseigendur dælt í alla nótt og óskuðu í dag eftir aðstoð frá slökkviliðinu. Svæðið frá Sparisjóðnum og að Heppuskóla er allt á kafi í vatni og langt út á fótboltavöll.
Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 mm. Útlit er fyrir að heldur dragi úr rigningunni seinna í dag útlit er fyrir mikilli rigningu á morgun.
Fimmtíu manna hópur frá Seyðisfirði sem ætlaði á frumsýningu á Hótel Höfn í kvöld varð innlyksa á Djúpavogi í nótt en skriðurnar voru lokaðar þangað til seinni partinn í dag. Fjölmargir vöruflutningabílar voru einnig veðurtepptir á Höfn í nótt.
Á myndinni eru kokkarnir og húmoristarnir Óðinn Eymundsson og Kristján Guðnason á eina farartækinu sem dugði á Höfn í dag.
Greint frá á fréttavef Hornafjarðar
Mynd: Hornafjarðarvefur
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





