KM
Kokkalandsliðið – Dagur 2
Landsliðið er nú statt í Erfurt í þýskalandi að taka þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir eru fjórða hvert ár. Langt undirbúningsferli er að baki með ótal æfingum, fundum og pælingum þar til öll smáatriði voru fullkomin.
Ferðalagið hófst föstudaginn þegar landsliðið ásamt aðstoðarmönnum og nokkrum úr stjórn K.M. lögðu af stað út með meira en tonn af hráefni og allskyns dóti til að nota í keppninni.
Þá var annað tonn af áhöldum og slíku farið á undan í skipafrakt. Þrátt fyrir seinkun á flugi gekk ferðalagið vel og allt skilaði sér á áfangastað. Helgin var svo notuð í að koma sér fyrir og yfirfara öll tæki og áhöld. Þá þarf líka að útvega töluvert af ferskvöru til notkunar í keppninni sjálfri. Keppnin sjálf hefst mánudaginn 20. sem vill svo skemmtilega til að er líka alþjóðlegur dagur matreiðslumanna.
Þá er keppt í heita matnum og verða úrslitin tilkynnt samdægurs og er reiknað með að þau liggi fyrir seinnipart dagsins. Stefnan er að sjálfsögðu sett á gullverðlaun og er mikill hugur í liðinu að ná settu marki. Kalda borðið er svo á miðvikudaginn og er verða úrslit tilkynnt sama dag eins og á mánudeginum. Mikil spenna er í Erfurt og verður eflaust mjótt á mununum enda flest löndin með gríðarlega sterk lið sem miklar væntingar eru gerðar til.
Okkar lið ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja og stefnir á að blanda sér í toppbaráttuna. Eins og undanfarin ár eru norðurlöndin með firnasterk lið og verða eflaust áberandi í keppninni.
Jakob Magnússon og Hilmar B. Jónsson slá hér á létta strengi
Mjög góður andi er í okkar liði og tóku strákarnir upp á því að safna yfirvaraskeggi síðustu vikurnar fyrir keppni til að efla samstöðuna í liðinu. Kvenkyns meðlimum liðsins gekk mjög illa að safna mottu þannig að þær eru alveg lausar við að líta út eins og þýskir klámmyndaleikarar frá sjöunda áratugnum eins og sumir í liðinu. Á síðustu Ólympíuleikum tóku strákarnir í liðinu upp á því að raka sig sköllótta fyrir keppnina þannig að það er ýmislegt sem þeim dettur í hug til að þjappa hópnum saman.
Það er óhætt að segja að landsliðið sé flott á því í Erfurt þar sem 4 glænýir Lexus bílar biðu liðsins við komuna út og eru til afnota fyrir liðið á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Keppendur frá öðrum löndum snúa sig úr hálsliðnum þegar Íslenska liðið mætir á svæðið en hafa auðvitað ekki hugmynd um að Lexus er einmitt einn af aðal styrktaraðilum landsliðsins og hafði milligöngu um að menn ferðuðust með stæl í Erfurt.
Mikil eftirvænting ríkir þessa dagana og bíða menn spenntir eftir úrslitunum á mánudag og miðvikudag enda landsliðið búið að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning og er líklegt til afreka.
Smellið hér til að skoða myndirnar.
Mynd: Guðjón Steinsson | Texti: Ingvar Sigurðsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var