Freisting
Knattspyrnumót veitingasta í Kaupmannahöfn
|
|
Þann 14. júni síðastliðinn var haldið árlegt knattspyrnumót veitingasta í Kaupm
Það er Daniel Burns fyrrverandi Pastry chef á Noma sem á veg og vanda af þessu móti en það er haldið til að safna fé fyrir Action against hunger samtökin.
Leikið var fimm á móti fimm, tuttugu mínútur í senn, á sólríkum sunnudegi í Valby almenningsgarðinum í Kaupmannahöfn. Flestir tóku þessu létt enda í slæmu fótbolta formi og stirðir eftir 50-60 tíma vinnuviku.
Ánægjulegt var að sjá að liðafjöldi hafði tvöfaldast frá því árið áður og komu tvö lið frá nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð og eitt liðið FC foodies var skipað matarbloggurum og blaðamönnum.


Eftirtalin lið tóku þátt í ár:
1.Mielcke og Hurtigkarl
2. Kong Hans
3. Noma
4. Munkebo Kro
5. FC Foodies
6. Chez Dominique (
7. Bloom (Svíþjóð)
8. Nimb
9. Geranium
10. The Paul
11. Søllerød Kro
12. Cofoco

Eftir leikina var að sjálfsögðu sest niður í grillmat og öl, farið yfir stöðu mála og aumir leggirnir nuddaðir.
Action against hunger samtökin eru alþjóðleg og óháð hjálparsamtök sem starfa í 26 löndum. Árlega þiggja um 4 milljónir manna hjálp frá samtökunum sem eru með um 6000 manns á sínum snærum í S-Ameríku, Afríku og Asíu.
Meðfylgjandi myndir eru frá mótinu.


Fremstur á mynd: Rasmus Kofoed hjá Geranium
/Ragnar Eiríksson skrifar frá Danmörku
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






