Freisting
Knattspyrnumót veitingasta í Kaupmannahöfn
|
Þann 14. júni síðastliðinn var haldið árlegt knattspyrnumót veitingasta í Kaupm
Það er Daniel Burns fyrrverandi Pastry chef á Noma sem á veg og vanda af þessu móti en það er haldið til að safna fé fyrir Action against hunger samtökin.
Leikið var fimm á móti fimm, tuttugu mínútur í senn, á sólríkum sunnudegi í Valby almenningsgarðinum í Kaupmannahöfn. Flestir tóku þessu létt enda í slæmu fótbolta formi og stirðir eftir 50-60 tíma vinnuviku.
Ánægjulegt var að sjá að liðafjöldi hafði tvöfaldast frá því árið áður og komu tvö lið frá nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð og eitt liðið FC foodies var skipað matarbloggurum og blaðamönnum.
Eftirtalin lið tóku þátt í ár:
1.Mielcke og Hurtigkarl
2. Kong Hans
3. Noma
4. Munkebo Kro
5. FC Foodies
6. Chez Dominique (
7. Bloom (Svíþjóð)
8. Nimb
9. Geranium
10. The Paul
11. Søllerød Kro
12. Cofoco
Eftir leikina var að sjálfsögðu sest niður í grillmat og öl, farið yfir stöðu mála og aumir leggirnir nuddaðir.
Action against hunger samtökin eru alþjóðleg og óháð hjálparsamtök sem starfa í 26 löndum. Árlega þiggja um 4 milljónir manna hjálp frá samtökunum sem eru með um 6000 manns á sínum snærum í S-Ameríku, Afríku og Asíu.
Meðfylgjandi myndir eru frá mótinu.
Fremstur á mynd: Rasmus Kofoed hjá Geranium
/Ragnar Eiríksson skrifar frá Danmörku
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025