Freisting
KM kaupir lénið Chef.is
Klúbbur matreiðslumeistara hefur keypt lénið Chef-.is. Freisting.is spurði einn af aðstandenda heimasíðunnar hann Andreas Jacobsen um hvers vegna að kaupa lénið Chef.is þegar KM á nú þegar lénið www.nkf-chefs.com/icelandic ?
„Menn hafa kvartað sárum yfir því hversu erfitt hefur verið að finna heimasíðu KM, sem hýst er á www.nkf-chefs.com/icelandic.“
Nú kunna menn að spyrja sig; Af hverju chef.is ?
„Nefnd á vegum KM hefur sl. tvo mánuði verið með höfuðið í bleyti og alltaf þegar kom hugmynd að léni reyndist það vera upptekið; s.s. www.kokkur.is www.kokkarnir.is www.kokkar.is www.kokka.is www.km.is o.s.frv.
Þegar ljóst reyndist að erfitt gæti verið að finna íslenskt heiti fyrir heimasíðu KM, var skoðað hvað menn í nágrannalöndum okkar voru að gera.
Það er von okkar að þetta nýja lén verði til þess að meðlimi KM, sem og aðrir sem áhuga hafa á íslenzka matarmenningu verði tíðir gestir á heimasíðu Klúbbs matreiðslumeistara.“
Á heimasíðu KM er hafsjór fróðleiks, á sl. dögum og vikum hefur t.d. Gissur Guðmunds, Sverrir Halldórs & Ib Wessman skrifað greinar á vefinn. Landslið Klúbbs matreiðslumeistara er með undirsíðu þar sem að allt sem þeir gera mun birtast. Stór myndasíða, þar sem atburðir sl. ára eru skrásettar á filmu, allar stjórnir KM frá 1972 eru þar að finna, lög KM, dagskrásíða þar sem listaðir eru upp væntanlegir atburðir, jafnt þeim sem liðnir eru, keppnir á vegum KM, Greinar um Íslenskt Eldhús, meðlimaskrá, tenglasafn, nefndir o.mfl.
Heimasíða KM: www.chef.is og www.nkf-chefs.com/icelandic
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





