Keppni
KM dómaranámskeið og NKF dómaranámskeið

Jakob og Bjarki fara hér yfir loka uppstillingu á borði kokkalandsliðsins fyrir ólympíuleikana í matreiðslu sem fram fór í Erfurt í Þýskalandi dagana 20. – 24. október 2008
Íslenskt dómaranámskeið á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl kl. 14:00 til 17:00. Ragnar Wessman kennslustjóri og Jakob H. Magnússon alþjóðadómari verða leiðbeinendur og munu fara yfir dómarareglur og kynna ýmsa þætti varðandi dómgæslu í matreiðslukeppnum.
Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku í keppnum innanlands á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara. Námskeiðsgjald er 20.000.-
Norrænt dómaranámskeið á vegum NKF, samtaka norrænna matreiðslumanna verður síðan haldið í tengslum við NKF þingið og matreiðslukeppnirnar í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí 2009. Þáttakendur öðlast rétt til dómgæslu í alþjóðlegum keppnum á vegum NKF.
Leiðbeinendur eru Sven Magnus Gjönvik frá Noregi og Kurt Weid frá Svíþjóð. Einungis tveir matreiðslumenn frá hverju Norðurlandanna komast á það námskeið að undangegnu námskeiði í sínu heimalandi fyrst. Námskeiðsgjald er um 4000 Skr.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá Matvís , nánar hjá Matvís.is.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Jakob í síma 8640499 eða á [email protected]
Mynd: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





