Keppni
KM dómaranámskeið og NKF dómaranámskeið
Íslenskt dómaranámskeið á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl kl. 14:00 til 17:00. Ragnar Wessman kennslustjóri og Jakob H. Magnússon alþjóðadómari verða leiðbeinendur og munu fara yfir dómarareglur og kynna ýmsa þætti varðandi dómgæslu í matreiðslukeppnum.
Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku í keppnum innanlands á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara. Námskeiðsgjald er 20.000.-
Norrænt dómaranámskeið á vegum NKF, samtaka norrænna matreiðslumanna verður síðan haldið í tengslum við NKF þingið og matreiðslukeppnirnar í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí 2009. Þáttakendur öðlast rétt til dómgæslu í alþjóðlegum keppnum á vegum NKF.
Leiðbeinendur eru Sven Magnus Gjönvik frá Noregi og Kurt Weid frá Svíþjóð. Einungis tveir matreiðslumenn frá hverju Norðurlandanna komast á það námskeið að undangegnu námskeiði í sínu heimalandi fyrst. Námskeiðsgjald er um 4000 Skr.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá Matvís , nánar hjá Matvís.is.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Jakob í síma 8640499 eða á [email protected]
Mynd: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or