Keppni
KM dómaranámskeið og NKF dómaranámskeið
Íslenskt dómaranámskeið á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl kl. 14:00 til 17:00. Ragnar Wessman kennslustjóri og Jakob H. Magnússon alþjóðadómari verða leiðbeinendur og munu fara yfir dómarareglur og kynna ýmsa þætti varðandi dómgæslu í matreiðslukeppnum.
Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku í keppnum innanlands á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara. Námskeiðsgjald er 20.000.-
Norrænt dómaranámskeið á vegum NKF, samtaka norrænna matreiðslumanna verður síðan haldið í tengslum við NKF þingið og matreiðslukeppnirnar í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí 2009. Þáttakendur öðlast rétt til dómgæslu í alþjóðlegum keppnum á vegum NKF.
Leiðbeinendur eru Sven Magnus Gjönvik frá Noregi og Kurt Weid frá Svíþjóð. Einungis tveir matreiðslumenn frá hverju Norðurlandanna komast á það námskeið að undangegnu námskeiði í sínu heimalandi fyrst. Námskeiðsgjald er um 4000 Skr.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá Matvís , nánar hjá Matvís.is.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Jakob í síma 8640499 eða á [email protected]
Mynd: Smári
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi