Keppni
KM dómaranámskeið og NKF dómaranámskeið

Jakob og Bjarki fara hér yfir loka uppstillingu á borði kokkalandsliðsins fyrir ólympíuleikana í matreiðslu sem fram fór í Erfurt í Þýskalandi dagana 20. – 24. október 2008
Íslenskt dómaranámskeið á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl kl. 14:00 til 17:00. Ragnar Wessman kennslustjóri og Jakob H. Magnússon alþjóðadómari verða leiðbeinendur og munu fara yfir dómarareglur og kynna ýmsa þætti varðandi dómgæslu í matreiðslukeppnum.
Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku í keppnum innanlands á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara. Námskeiðsgjald er 20.000.-
Norrænt dómaranámskeið á vegum NKF, samtaka norrænna matreiðslumanna verður síðan haldið í tengslum við NKF þingið og matreiðslukeppnirnar í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí 2009. Þáttakendur öðlast rétt til dómgæslu í alþjóðlegum keppnum á vegum NKF.
Leiðbeinendur eru Sven Magnus Gjönvik frá Noregi og Kurt Weid frá Svíþjóð. Einungis tveir matreiðslumenn frá hverju Norðurlandanna komast á það námskeið að undangegnu námskeiði í sínu heimalandi fyrst. Námskeiðsgjald er um 4000 Skr.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá Matvís , nánar hjá Matvís.is.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Jakob í síma 8640499 eða á [email protected]
Mynd: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





