Frétt
Kjötsúpudagurinn tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara
Kjötsúpudagurinn er haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg í dag laugardaginn 27. október, fyrsta vetrardag.
Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 16. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.
Alls munu 1500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Bjarni Viðar Þorsteinsson yfirkokkur á Sjávargrillinu og Gústav Axel Gunnlaugsson eigandi á Kjötsúpudeginum í fyrra
Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi auk þess sem ætla sauðfjárbændur að taka þátt í því að útdeila súpunni. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.
Staðsetning súpustöðva.
Kol – Skólavörðustíg 45
Kolabrautin – Skólavörðustíg 28
Krua Thai Skólavörðustíg 21a
Snafs – Skólavörðustíg 20
Sjávargrillið – Skólavörðustíg 14
Þrír Frakkar – Skólavörðustíg 9
Ostabúðin – Skólavörðustíg 5
Dagskráin hefst kl. 14.00 og stendur fram til kl. 16. eða á meðan birgðir endast. Einstakt andrúmsloft hefur myndast á Skólavörðustígnum í hvert sinn sem vetri er fagnað með krassandi kjötsúpu. Fjöldi skemmtiatriða verður í boði um alla götuna. Sjón er sögu ríkari.
Þessi Kjötsúpudagur er tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. En Úlfar og hans fólk á Þremur frökkum hafa tekið þátt frá upphafi eða í 16 ár.
Myndir: facebook / Skólavörðustígur

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars