Frétt
Kjötsúpudagurinn tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara
Kjötsúpudagurinn er haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg í dag laugardaginn 27. október, fyrsta vetrardag.
Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 16. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.
Alls munu 1500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Bjarni Viðar Þorsteinsson yfirkokkur á Sjávargrillinu og Gústav Axel Gunnlaugsson eigandi á Kjötsúpudeginum í fyrra
Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi auk þess sem ætla sauðfjárbændur að taka þátt í því að útdeila súpunni. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.
Staðsetning súpustöðva.
Kol – Skólavörðustíg 45
Kolabrautin – Skólavörðustíg 28
Krua Thai Skólavörðustíg 21a
Snafs – Skólavörðustíg 20
Sjávargrillið – Skólavörðustíg 14
Þrír Frakkar – Skólavörðustíg 9
Ostabúðin – Skólavörðustíg 5
Dagskráin hefst kl. 14.00 og stendur fram til kl. 16. eða á meðan birgðir endast. Einstakt andrúmsloft hefur myndast á Skólavörðustígnum í hvert sinn sem vetri er fagnað með krassandi kjötsúpu. Fjöldi skemmtiatriða verður í boði um alla götuna. Sjón er sögu ríkari.
Þessi Kjötsúpudagur er tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. En Úlfar og hans fólk á Þremur frökkum hafa tekið þátt frá upphafi eða í 16 ár.
Myndir: facebook / Skólavörðustígur

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?