Vertu memm

Frétt

Kjörbúðin á Djúpavogi hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu

Birting:

þann

Kjörbúðin - Djúpavogi

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og Ásdís Heiðdal, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Djúpavogi

Stórt skref var nýlega stigið á Djúpavogi þegar Kjörbúðin hóf að bjóða sérmerktar framleiðsluvörur af svæðinu.

Þetta samstarf sveitarfélagsins við framleiðendur og Samkaup er í anda Cittaslow sem m.a. leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framboð staðbundinnar framleiðslu í aðildarsveitarfélögunum.

Djúpavogshreppur hefur verið aðili að Cittaslow samtökunum frá ársinu 2013, sem samastendur af litlum sveitarfélögum um allan heim. Lögð er áhersla á sérstöðu náttúrunnar, tryggja fjölbreytni í atvinnumálum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki með vistvænan atvinnurekstur eru sérstaklega boðin velkomin.

Kjörbúðin - Djúpavogi

Kjörbúðin - Djúpavogi

Það er von allra sem að verkefninu standa að þetta sé aðeins byrjunin og að framboð staðbundinnar framleiðslu aukist í framtíðinni. Með því móti verða tengsl framleiðenda og neytenda meiri, virðing fyrir mat og raunvirði hans eykst og uppruni matvælanna verður öllum ljós, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Um leið og við þökkum öllum sem taka þátt í þessum fyrsta áfanga með okkur, hvetjum við nýja framleiðendur og neytendur til að taka þátt í að hefja staðbundna framleiðslu til vegs og virðingar. Saman getum við haft áhrif.“

Segir Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Djúpavogshrepps.

Kjörbúðin - Djúpavogi

Myndir: djupivogur.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið