Vertu memm

Markaðurinn

Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf

Birting:

þann

Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf

Halla Tómasdóttir veitir viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Með henni á myndinni er Rúnar Ingi Guðjónsson kjötiðnaðarmeistari, Jóna Jónsdóttir mannauðsstjóri og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra.

Kjarnafæði Norðlenska tók þátt í Starfamessu sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 13. mars sl. Þar var kynnt nám í kjötiðn sem fyrirtækið býður upp á í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Það voru þau Rúnar Ingi Guðjónsson og Elínborg Bessadóttir sem kynntu námið á Starfamessunni. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu fyrir hönd fyrirtækisins og Elínborg er á lokametrunum með að klára námið, stefnir á að taka sveinspróf í vor.

Þess má geta að nýlega veitti Nemastofa atvinnulífsins Kjarnafæði Norðlenska viðurkenningu fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Það var Halla Tómasdóttir sem veitti viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í febrúar 2025.

Hér að neðan er kynningarmyndband sem var gert í tengslum við veitingu viðurkenningarinnar.

Einnig er tengill á upplýsingar um nám í kjötiðn. Námið verður ekki í boði hjá VMA haust 2025 en velkomið er að hafa samband við Kjarnafæði Norðlenska til að skoða möguleika á að koma á námssamning og hefja verklegt nám. Tengill á atvinnuumsókn er hér að neðan.

Kjötiðn | Verkmenntaskólinn á Akureyri

Atvinnuumsókn

Mynd: kjarnafaedi.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið