Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kjarnafæði gerir kauptilboð í öll hlutabréf Norðlenska

Birting:

þann

Kjarnafæði

Kjarnafæði við Fjölnisgötu á Akureyri

Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska. Þetta staðfestir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis við Vikudag.  Gunnlaugur segir málið á byrjunarstigi og lítið sé hægt að segja um stöðuna eins og er.

Hann segir að undanfarin ár hafi það verið skoðað af og til að sameina félögin, en það hafi hingað til ekki gengið upp.

Núna eins og oft áður er staðan innan greinarinnar erfið. Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar. En hvort af verður veit ég ekki á þessari stundu,

segir Gunnlaugur í samtali við Vikudag.is

Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 en eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf  Norðlenska fyrir 568 milljónir króna árið 2007.

Eins og Vikudagur greindi frá fyrir skemmstu var rekstur Norðlenska á síðasta ári afar erfiður og var fyrirtækið rekið með tæplega 50 milljóna tapi.

 

Greint frá á vikudagur.is

Mynd: skjáskot af google korti.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið