Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kjarnafæði gerir kauptilboð í öll hlutabréf Norðlenska
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska. Þetta staðfestir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis við Vikudag. Gunnlaugur segir málið á byrjunarstigi og lítið sé hægt að segja um stöðuna eins og er.
Hann segir að undanfarin ár hafi það verið skoðað af og til að sameina félögin, en það hafi hingað til ekki gengið upp.
Núna eins og oft áður er staðan innan greinarinnar erfið. Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar. En hvort af verður veit ég ekki á þessari stundu,
segir Gunnlaugur í samtali við Vikudag.is
Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 en eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf Norðlenska fyrir 568 milljónir króna árið 2007.
Eins og Vikudagur greindi frá fyrir skemmstu var rekstur Norðlenska á síðasta ári afar erfiður og var fyrirtækið rekið með tæplega 50 milljóna tapi.
Greint frá á vikudagur.is
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi