Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kitchen & Wine – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Skaust eitt hádegið á nýja veitingastaðinn Kitchen & Wine á 101 hótelinu til að smakka á veigunum hjá Hákoni Má og félögum.

Mér finnst veitingasalurinn minna mig meira á útlönd en Ísland, á móti mér tók Tinna þjónn og vísaði mér til sætis og bauð matseðil, vatn og hvort ég vildi eitthvað meira að drekka og féll valið á diet kók.

 

Matarstefna Kitchen & Wine er að fókusa á einfalda og fagmannlega matreiðslu með árstíðabundið gæðahráefni og að hafa matseðilinn fjölbreyttan.

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Tók ég mér tíma til að skoða hvað væri á matseðlinum og niðurstaðan var eftirfarandi:

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Grænn aspas, linsoðið egg, skalottlauksvinaigrette, parmesan, brauðkruður

Ó hvað einfaldleikinn getur verið flottur í sinni björtustu mynd, ferskur spergill, ég man ekki eftir honum sem sérrétti á matseðli fyrr, hreinn unaður að borða.

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Humarsalat, steiktir humarhalar, ferskt, salat, avocado, tómatar, sítrushunangssósa

Ekki var þessi minna spennandi flott eldun á humrinum, avacadoið hárrétt þroskað og dressingin gaf tón en dómineraði ekki sem er vel.

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Smáborgarar, brioche brauð, trufflusósa

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Smáborgarar, brioche brauð, trufflusósa

Þessir voru í gourmet fílingunni, brauðið alveg svakagott og trufflusósan ekki of megn, þannig að úr varð eitthvað sem maður gleymir seint.

Veitingastaðurinn Kitchen & Wine

Mjúk möndlukaka, vanillukrem, jarðarber, estragon

Hreinn unaður að borða og flottur endir á góðri máltíð

Þarna er fagmennskan í forgrunni og verður mjög gaman að fylgjast með hvernig seðillinn í haust kemur til með að líta út.

Ég gekk sæll og glaður út eftir guðdómlegan hádegisverð.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið