Sverrir Halldórsson
Kitchen & Wine – Veitingarýni
Skaust eitt hádegið á nýja veitingastaðinn Kitchen & Wine á 101 hótelinu til að smakka á veigunum hjá Hákoni Má og félögum.
Mér finnst veitingasalurinn minna mig meira á útlönd en Ísland, á móti mér tók Tinna þjónn og vísaði mér til sætis og bauð matseðil, vatn og hvort ég vildi eitthvað meira að drekka og féll valið á diet kók.
Matarstefna Kitchen & Wine er að fókusa á einfalda og fagmannlega matreiðslu með árstíðabundið gæðahráefni og að hafa matseðilinn fjölbreyttan.
Tók ég mér tíma til að skoða hvað væri á matseðlinum og niðurstaðan var eftirfarandi:
Ó hvað einfaldleikinn getur verið flottur í sinni björtustu mynd, ferskur spergill, ég man ekki eftir honum sem sérrétti á matseðli fyrr, hreinn unaður að borða.
Ekki var þessi minna spennandi flott eldun á humrinum, avacadoið hárrétt þroskað og dressingin gaf tón en dómineraði ekki sem er vel.
Þessir voru í gourmet fílingunni, brauðið alveg svakagott og trufflusósan ekki of megn, þannig að úr varð eitthvað sem maður gleymir seint.
Hreinn unaður að borða og flottur endir á góðri máltíð
Þarna er fagmennskan í forgrunni og verður mjög gaman að fylgjast með hvernig seðillinn í haust kemur til með að líta út.
Ég gekk sæll og glaður út eftir guðdómlegan hádegisverð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar


















