Sverrir Halldórsson
Kitchen & Wine – Veitingarýni
Skaust eitt hádegið á nýja veitingastaðinn Kitchen & Wine á 101 hótelinu til að smakka á veigunum hjá Hákoni Má og félögum.
Mér finnst veitingasalurinn minna mig meira á útlönd en Ísland, á móti mér tók Tinna þjónn og vísaði mér til sætis og bauð matseðil, vatn og hvort ég vildi eitthvað meira að drekka og féll valið á diet kók.
Matarstefna Kitchen & Wine er að fókusa á einfalda og fagmannlega matreiðslu með árstíðabundið gæðahráefni og að hafa matseðilinn fjölbreyttan.
Tók ég mér tíma til að skoða hvað væri á matseðlinum og niðurstaðan var eftirfarandi:
Ó hvað einfaldleikinn getur verið flottur í sinni björtustu mynd, ferskur spergill, ég man ekki eftir honum sem sérrétti á matseðli fyrr, hreinn unaður að borða.
Ekki var þessi minna spennandi flott eldun á humrinum, avacadoið hárrétt þroskað og dressingin gaf tón en dómineraði ekki sem er vel.
Þessir voru í gourmet fílingunni, brauðið alveg svakagott og trufflusósan ekki of megn, þannig að úr varð eitthvað sem maður gleymir seint.
Hreinn unaður að borða og flottur endir á góðri máltíð
Þarna er fagmennskan í forgrunni og verður mjög gaman að fylgjast með hvernig seðillinn í haust kemur til með að líta út.
Ég gekk sæll og glaður út eftir guðdómlegan hádegisverð.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný