Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kíkt á Fjárhúsið úti á Granda
Undirritaður var á smá rölti úti á Granda og kom við í Matarmarkaðinum og smellti af nokkrum myndum af þessum herramanni þar sem hann stóð vaktina í Fjárhúsinu.
Þetta er hann Birgir Rafn Reynisson sem er annar eiganda á móti Herborgu Svönu Hjelm.
Ég spjallaði lítillega við Birgir þar sem mig langaði að heyra aðeins meira um hvað verður á boðstólum hjá þeim um jólin, en ég hafði heyrt að það yrði ákaflega spennandi. Að sjálfsögðu komum við til með að skoða það betur því jólin eru bara hinu megin við hornið.
Bæði Birgir og Herborg hafa staðið í ströngu á þessu ári en fyrir utan að hafa opnað Fjárhúsið þar sem lögð er áhersla á íslenska lambið þá eru þau einnig fólkið á bak við Matartímann sem er að slá í gegn í skólunum.
Látum þetta duga í bili en við eigum eftir að fjalla um jólalambið hjá þeim aðeins betur þegar nær dregur að jólum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús