Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kíkt á Fjárhúsið úti á Granda
Undirritaður var á smá rölti úti á Granda og kom við í Matarmarkaðinum og smellti af nokkrum myndum af þessum herramanni þar sem hann stóð vaktina í Fjárhúsinu.
Þetta er hann Birgir Rafn Reynisson sem er annar eiganda á móti Herborgu Svönu Hjelm.
Ég spjallaði lítillega við Birgir þar sem mig langaði að heyra aðeins meira um hvað verður á boðstólum hjá þeim um jólin, en ég hafði heyrt að það yrði ákaflega spennandi. Að sjálfsögðu komum við til með að skoða það betur því jólin eru bara hinu megin við hornið.
Bæði Birgir og Herborg hafa staðið í ströngu á þessu ári en fyrir utan að hafa opnað Fjárhúsið þar sem lögð er áhersla á íslenska lambið þá eru þau einnig fólkið á bak við Matartímann sem er að slá í gegn í skólunum.
Látum þetta duga í bili en við eigum eftir að fjalla um jólalambið hjá þeim aðeins betur þegar nær dregur að jólum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025