Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
KFC opnar á Akureyri? Helgi í Góu: „…þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur.“
Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.
„Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum,“
segir Helgi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri KFC, í samtali við Vísi.
„Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur,“
bætir hann við og segist hafa fundið fyrir miklum áhuga Akureyringa á sköpunarverki ofurstans.
Skyndibitakeðjan sóttist lengi eftir því að opna veitingastað við Drottningarbraut á Akureyri en mætti andstöðu skipulagsyfirvalda. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar féllst ekki á að breyta deiliskipulagi á svonefndum Drottningarbrautarreit árið 2010 til að verða við óskum KFC, að því er fram kemur á visir.is
Fram kom í opnu bréfi á visir.is sem Helgi sendi bæjarstjórn Akureyrar skömmu síðar að tíu ár væru liðin frá því að KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri.
Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að deiliskipulag hafi gert ráð fyrir íbúðauppbyggingu og hóteli á umræddum reit. Lóðin stendur enn auð en henni var nýverið úthlutað undir íbúðir og þjónusturekstur eftir að fallið var frá fyrirhugaðri hóteluppbyggingu.
„Á þeim tíma var gert ráð fyrir miklu meira byggingamagni á reitnum en Helgi var tilbúinn til að byggja og við vildum nýta þennan reit undir meira byggingamagn til að þétta byggðina enn frekar,“
segir Halla Björk.
Ef samkomulag næst um uppbyggingu á Akureyri hyggst KFC byggja nýjan veitingastað frá grunni með bílalúgu og góðri aðstöðu fyrir löngunarfulla aðdáendur keðjunnar.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti