Smári Valtýr Sæbjörnsson
KFC býr til kjúklingafötu sem prentar út myndir
Skyndibitastaðurinn KFC hefur boðið upp á skemmtilega nýjung í tilefni 60 ára afmælis síns í Kanada. Nánar tiltekið hefur þessi vinsæli staður búið til kjúklingafötu sem er ljósmyndaprentari á sama tíma, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins hér. Hægt er að tengja símann sinn við prentarann og prenta út myndir jafnóðum. The Verge greinir frá.
Fatan kallast minningafata, eða “memories bucket” á ensku og er tilvalin til að fanga góð augnablik á veitingastaðnum. Það getur þó ekki hvaða viðskiptavinur sem er fengið svona skemmtilega fötu, en samkvæmt Facebook síðu KFC í Kanada verður fatan einungis látin af hendi í takmörkuðu upplagi.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem KFC notar tæknina til að koma sér á framfæri. KFC í Japan, sem er einn vinsælasti jólamaturinn þar í landi, bjó til lyklaborð, mús og USB kubb með kjúklingaþema síðasta haust.
Greint frá á vb.is
Meðfylgjandi myndband er af nýju og athyglisverðu kjúklingafötunni.
https://www.youtube.com/watch?v=VpRYxpTxRck
Mynd: skjáskot úr myndbandi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!