Smári Valtýr Sæbjörnsson
Keramíkkrásir á AALTO bistro
Einn af viðburðunum á HönnunarMars sem nú er nýliðinn, var samstarf listamanna í Leirlistafélaginu og veitingastaðarins AALTO Bistro í Norræna húsinu. Vegna þess hve þessi viðburður vakti mikla lukku meðal gesta staðarins hefur nú verið ákveðið að framlengja hann til og með næsta sunnudags, 20. mars.
Fólki gefst færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur á AALTO Bistro, í Norræna húsinu, mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra listamenn Leirlistafélagsins.
Borðin á AALTO Bistro prýða því matarstell, kaffibollar, kertastjakar, blómavasar og lampar sem vitna um fegurð og grósku íslenskrar listsköpunar í keramíki.
Þeir listamenn sem eiga verk á þessum viðburði eru Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.
AALTO Bistro í Norræna húsinu er opið frá sunnudegi til miðvikudags kl. 11.30 – 17.00 og frá fimmtudegi til laugardags kl. 11.30 – 21.30.
Borðapantanir í síma 551 0200 og netfangið [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný