Smári Valtýr Sæbjörnsson
Keramíkkrásir á AALTO bistro
Einn af viðburðunum á HönnunarMars sem nú er nýliðinn, var samstarf listamanna í Leirlistafélaginu og veitingastaðarins AALTO Bistro í Norræna húsinu. Vegna þess hve þessi viðburður vakti mikla lukku meðal gesta staðarins hefur nú verið ákveðið að framlengja hann til og með næsta sunnudags, 20. mars.
Fólki gefst færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur á AALTO Bistro, í Norræna húsinu, mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra listamenn Leirlistafélagsins.
Borðin á AALTO Bistro prýða því matarstell, kaffibollar, kertastjakar, blómavasar og lampar sem vitna um fegurð og grósku íslenskrar listsköpunar í keramíki.
Þeir listamenn sem eiga verk á þessum viðburði eru Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.
AALTO Bistro í Norræna húsinu er opið frá sunnudegi til miðvikudags kl. 11.30 – 17.00 og frá fimmtudegi til laugardags kl. 11.30 – 21.30.
Borðapantanir í síma 551 0200 og netfangið [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







