Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Keramíkkrásir á AALTO bistro

Birting:

þann

AALTO bistro - Sveinn Kjartansson

Sveinn Kjartansson er matreiðslumeistari að mennt

Einn af viðburðunum á HönnunarMars sem nú er nýliðinn, var samstarf listamanna í Leirlistafélaginu og veitingastaðarins AALTO Bistro í Norræna húsinu. Vegna þess hve þessi viðburður vakti mikla lukku meðal gesta staðarins hefur nú verið ákveðið að framlengja hann til og með næsta sunnudags, 20. mars.

Fólki gefst færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur á AALTO Bistro, í Norræna húsinu, mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra listamenn Leirlistafélagsins.

Borðin á AALTO Bistro prýða því matarstell, kaffibollar, kertastjakar, blómavasar og lampar sem vitna um fegurð og grósku íslenskrar listsköpunar í keramíki.

AALTO bistro - Keramíkkrásir

Þeir listamenn sem eiga verk á þessum viðburði eru Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.

AALTO Bistro í Norræna húsinu er opið frá sunnudegi til miðvikudags kl. 11.30 – 17.00 og frá fimmtudegi til laugardags kl. 11.30 – 21.30.

Borðapantanir í síma 551 0200 og netfangið [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið